Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mán 19. júlí 2021 22:50
Atli Arason
Arnar Gunnlaugs: Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með stiginn þrjú en ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleiknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Þetta var rosalega torsótt eitthvað. Ég var alls ekki ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum allt of fyrirsjáanlegir og hægir. Keflavík voru baráttuglaðir og náðu marki á meðan við vorum megnið af fyrri hálfleik með boltann en bara gerðum voða lítið við hann,“ sagði Arnar í viðtali eftir leik.

Arnar lét sína menn heyra það inn í búningsherbergi í hálfleiknum þegar Víkingar voru 1-0 undir.
„Ég hef hingað til verið mikill rólyndismaður en ég þurfti aðeins að beysta mig, ég var pirraður,“ svaraði Arnar áður en hann bætti við, „íþróttamenn gera það kannski ekki viljandi en menn þurfa að skynja tækifærið þegar þú átt tækifæri að vinna titill. Þú verður að finna það alveg í innsta beini hvað þetta er mikilvægt,“ svaraði Arnar aðspurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik.

Víkingar voru töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði því að liðið fer heim í Fossvoginn með stiginn þrjú.
„Ég varð að breyta einhverju í seinni hálfleik, ekki það að leikmenn sem fóru út af stóðu sig eitthvað illa, það þurfti bara að fá fleiri leikstöður einn á móti einum. Kwame og Adam komu inn með þvílíkan kraft og innspýtingu.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnar einnig um frammistöðu Kwame Quee og veikindi hans.
Athugasemdir
banner
banner