Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Jói segist bara vera gamall - „Erfitt að plana svona hluti fyrir fram"
Icelandair
'Það kemur í ljós á morgun.'
'Það kemur í ljós á morgun.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enginn Manor Solomon.
Enginn Manor Solomon.
Mynd: EPA
Auðvitað erum við allir, sem höfum farið á stórmót, að segja þeim hversu merkilegt það er
Auðvitað erum við allir, sem höfum farið á stórmót, að segja þeim hversu merkilegt það er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stemningin í hópnum er mjög góð, auðvitað mikil tilhlökkun, stór leikur sem við erum að fara spila. Við erum tveimur leikjum frá því að komast á stórmót, frábært að vera í svoleiðis séns, einstakt tækifæri. Það er mikil tilhlökkun og allir klárir í þetta verkefni," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.

Á morgun mætir íslenska liðið því ísraelska í umspilsleik. Sigurliðið fer í úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Leikurinn á morgun hefst klukan 19:45 að íslenskum tíma.

„Ég er bara gamall," sagði Jói og brosti þegar þjálfarinn var spurður út í stöðuna á fyrirliðanum. Jói æfði ekki með liðinu í gær. „Við þurftum að hvíla hann til að hafa ferska fætur á morgun," sagði Hareide.

„Staðan á mér er góð, liðið er í frábærum málum finnst mér. Við erum búnir að eiga tvær góðar æfingar saman og búnir að eiga fundi líka, búnir að fara yfir klippur af þeim og sjá hvernig við ætlum að vinna þá á morgun."

Ertu klár í 90 mínútur, jafnvel 120 mínútur á morgun?

„Það kemur í ljós á morgun. Auðvitað líður mér vel og allt í góðu, en við sjáum hvernig þetta allt þróast á morgun og svo kemur það í ljós. Það er erfitt að plana svona hluti fyrir fram."

Jói var spurður út í ísraelska liðið og leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í vetur.

„Ég horfði á þann leik, þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Ísraelska deildin er nokkuð sterk. Auðvitað er þeirra besti leikmaður í Tottenham ekki á svæðinu og það er ákveðinn plús fyrir okkur. Þeir eru með tæknilega mjög góða leikmenn og framherja sem hefur skorað mörk út um allan heim. Við erum búnir að fara yfir klippur af þeim öllum, það er kannski enginn sem stendur út af þeim öllum, en þetta er mjög gott lið og við þurfum að eiga alvöru leik til að komast áfram."

Ert þú að reyna að fá strákana til að átta sig á því hversu stórt það er að fara á stórmót fyrir Ísland?

„Algjörlega, en maður er líka að passa sig á því að byggja ekki of mikið upp þannig að menn verða eitthvað stressaðir. Þetta er 90 mínútna leikur í fótbolta og ég held það sé best að spila sinn eigin leik. Að spila fyrir Ísland á stórmóti er eitthvað sem erfitt er að toppa á mínum ferli og eitthvað sem ég vil upplifa aftur. Auðvitað erum við allir, sem höfum farið á stórmót, að segja þeim hversu merkilegt það er. Ég held þeir viti það svo sem allir, þeir hafa verið að horfa þegar við vorum að spila og vilja að sjálfsögðu komast á stórmót. Við getum ekki byggt þetta upp sem eitthvað meira en þetta er, þetta eru tveir leikir og við þurfum að passa að við spilum okkar leik og förum ekki að gera einhverja vitleysu," sagði Jói.
Athugasemdir
banner
banner
banner