Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Óvissa hjá Alfreð og Gulla í Belgíu - „Þetta verður gríðarlega erfitt"
Icelandair
'Hef ekki spilað svona margar mínútur í sex tímabil.'
'Hef ekki spilað svona margar mínútur í sex tímabil.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Auðvitað myndi ég vilja byrja hvern einasta leik'
'Auðvitað myndi ég vilja byrja hvern einasta leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Florian Kohfeldt hætti hjá Eupen um helgina.
Florian Kohfeldt hætti hjá Eupen um helgina.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason ræddi um félagslið sitt Eupen í viðtali við Fótbolta.net á landsliðsæfingu í upphafi vikunnar. Eupen er á leið í fallumspilið í deildinni og berst við þrjú önnur lið um eitt öruggt sæti í efstu deild Belgíu.

„Standið á mér er allt í lagi, það er margt jákvætt, er búinn að taka þátt í hverjum einasta leik á þessu tímabili, hef ekki spilað svona margar mínútur í sex tímabil. Auðvitað myndi ég vilja byrja hvern einasta leik. Allt tekið saman er ég búinn að byrja 15-16 leiki á tímabilinu með Lyngby, landsliðinu og Eupen. Ég reyni að horfa á það jákvæða, auðvitað er gengið ekki búið að vera gott og þjálfarinn var að hætta eftir síðasta leik; það er nýr þjálfari í vændum fyrir lokaumspilið, þannig það er smá óvissa í klúbbnum."

„Ég reyni að einbeita mér að því jákvæða, margt jákvætt fyrir mig persónulega að vera búinn að taka þátt í svona mörgum leikjum og vera búinn að koma að 5-6-7 mörkum á þessu tímabili, þó svo að oft sem senter myndi maður vilja fá meira 'action'. En maður getur ekki stjórnað öllu í fótbolta."

„Það var vitað fyrir 2-3 vikum að við yrðum í þessu umspili. Við fengum nóg af sénsum, sérstaklega nokkra leiki á heimavelli til að koma okkur í stöðu til að vera ekki í því. Þá hefðum við getað farið svolítið pressulaust inn í síðustu leikina. Þetta verður svolítið sérstakt að því leytinu til að það er eitt lið sem er með fimm stigum meira en við; Charleroi. Það er eina örugga sætið í deildinni. Svo fer þriðja neðsta sætið í umspil við lið í B-deildinni. Svo veit maður af Kortrijk með Freysa (Frey Alexandersson) froðufellandi á hliðarlínunni, þeir eru komnir af stað og eru í svaka stuði."

„Þetta verður gríðarlega erfitt, sex úrslitaleikir. Maður veit að jafntefli er ekki slæmt í mörgum leikjum í þessu, en maður veit að hvert einasta tap mun vera mjög dýrt því þetta eru allt leikir á móti liðum sem eru með svipað mörg stig. Við þurfum að gíra okkur í það, verðum með nýjan þjálfara og það verður gaman að sjá hvaða breytingar verða,"
sagði Alfreð.

Þjóðverjinn Florian Kohfeldt óskaði eftir því að hætta sem þjálfari Eupen eftir síðasta deildarleik. Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er samherji Alfreðs hjá Eupen.

Staðan í botnbaráttunni í Belgíu:
13. Charleroi 29 stig -22
14. Eupen 24 stig -34
15. Kortrijke 24 stig -35
16. RWDM 23 stig -36
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner