Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 12:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Erfitt að vera í beinni samkeppni við Freysa - „Hefur byrjað allt of vel fyrir minn smekk"
Freyr hefur rúmlega tvöfaldað stigafjölda Kortrijk eftir að hann tók við stjórnartaumunum.
Freyr hefur rúmlega tvöfaldað stigafjölda Kortrijk eftir að hann tók við stjórnartaumunum.
Mynd: Getty Images
Alfreð lék undir stjórn Freysa hjá Lyngby og hafði áður haft Frey sem aðstoðarþjálfara í landsliðinu.F
Alfreð lék undir stjórn Freysa hjá Lyngby og hafði áður haft Frey sem aðstoðarþjálfara í landsliðinu.F
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér fannst hann svolítið klikkaður að taka þetta starf því þeir voru nánast dottnir úr deildinni.'
'Mér fannst hann svolítið klikkaður að taka þetta starf því þeir voru nánast dottnir úr deildinni.'
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson hefur byrjað vel sem þjálfari Kortrijk í Belgíu. Um liðna helgi vann liðið sigur á Anderlecht sem situr í 2. sæti deildarinnar og komst Kortrijk upp úr botnsæti deildarinnar.

Kortrijk hefur fengið fjórtán stig úr tíu leikjum eftir að Freyr tók við en úr fyrstu tuttugu leikjunum fékk liðið einungis tíu stig. Framundan er umspil um að halda sæti sínu í deildinni og berjast neðstu fjögur liðin þar innbyrðis um eitt laust sæti. Þriðja neðsta sætið fer svo í umspil við liðið sem endar í 3. sæti B-deildarinnar og neðstu tvö liðin falla niður um deild.

Í fallumspilinu mæta Freyr og lærisveinar hans Íslendingaliðinu Eupen. Þar spila landsliðsmennirnir Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason. Fótbolti.net ræddi við Alfreð á landsliðsæfingu í gær. Alfreð er fyrrum lærisveinn Freysa, lék undir stjórn hans hjá Lyngby í Danmörku á síðasta tímabili. Eupen situr í þriðja neðsta sæti sem stendur.

„Maður veit af Kortrijk með Freysa froðufellandi á línunni, þeir eru komnir af stað og eru í svaka stuði," sagði Alfreð þegar hann ræddi um umspilið í Belgíu.

„Því miður hefur hann byrjað allt of vel fyrir minn smekk," sagði Alfreð og brosti.

„Mér fannst hann svolítið klikkaður að taka þetta starf því þeir voru nánast dottnir úr deildinni. Það var enginn að búast við neinu en hann hefur svo sannarlega náð að snúa þessu við. Hann er búinn að koma stöðugleika á vörnina hjá þeim og halda mikið hreinu. Það gefur auga leið að þá muntu pikka upp stig og hefur gefið þeim von. Manni finnst leikmenn þeirra núna hafa virkilega trú á þessu."

„Ég ætla vona að það sé bara tímabundin gleði og að það snúist við,"
sagði Alfreð í hóflegri kaldhæðni.

„Ég þekki Frey vel og óska honum alls hins besta. Við erum alltaf í góðu sambandi og það er erfitt að vera í beinni samkeppni við hann á þessu augnabliki," sagði Alfreð að lokum.

Staðan í botnbaráttunni í Belgíu:
13. Charleroi 29 stig -22
14. Eupen 24 stig -34
15. Kortrijke 24 stig -35
16. RWDM 23 stig -36
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner