Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. nóvember 2021 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Bremen segir af sér á leikdegi - sakaður um að falsa vottorð
Markus Anfang
Markus Anfang
Mynd: EPA
Markus Anfang, þjálfari Werder Bremen í Þýskalandi er sakaður um að falsa bólusetningarvottorð sitt. Þýsk yfirvöld eru með málið í rannsókn.

Anfang hefur neitað öllum ásökunum en þrátt fyrir það hefur hann sagt upp sem stjóri Werder Bremen og aðstoðarmaður hans Florian Junge, hefur einnig sagt af sér.

Það komu fréttir um að Anfang hafi verið rekinn en félagið hefur staðfest að hann hafi sagt af sér.

„Vegna hræðilegra aðstæðna fyrir félagið, liðið, fjölskylduna mína og sjálfan mig hef ég ákveðið að hætta sem þjálfari Werder Bremen," sagði Anfang.

Bremen á leik gegn Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í Schalke í kvöld kl 19:30 í næst efstu deild.

Sjá einnig:
Þjálfari Bremen sakaður um að falsa bólusetningarvottorðið
Athugasemdir
banner
banner
banner