
Það er kannski skrítið að segja það en Argentína hefði mögulega ekki unnið HM í Katar ef ekki hefði verið fyrir franska framherjann Neal Maupay.
Argentína vann einmitt sigur á Frakklandi í mögnuðum úrslitaleik síðasta sunnudag.
Argentína vann einmitt sigur á Frakklandi í mögnuðum úrslitaleik síðasta sunnudag.
Emiliano Martinez var í markinu hjá Argentínu og átti hann ótrúlega markvörslu undir lokin.
Martínez, sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra, hjálpaði Argentínu að vinna vítaspyrnukeppnina í úrslitaleiknum. Hann hjálpaði líka liðinu að komast áfram úr vítaspyrnukeppni gegn Hollandi í átta-liða úrslitunum.
Leikur Arsenal og Brighton frá 2020 hafði mikil áhrif á þennan sigur Argentínu. Í þeim leik skoraði Maupay sigurmarkið fyrir Brighton, en hann lenti líka í einvígi þar sem Bernd Leno, þáverandi aðalmarkvörður Arsenal, meiddist.
Á þeim tímapunkti var Martinez á bekknum hjá Arsenal og ferill hans á leið í ranga átt. Hann hafði verið á láni hjá fjölda félaga en aldrei hafði honum tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá Arsenal eða öðru stóru félagi.
Hann kom þarna inn á gegn Brighton vegna meiðsla Leno og fékk í kjölfarið að spila mikið. Hann leit ekki til baka eftir það.
Martinez var virkilega góður í markinu hjá Arsenal og átti stóran þátt í því að liðið vann FA-bikarinn. Hann var svo seldur til Aston Villa á 20 milljónir punda þar sem hann hefur leikið vel. Vegna þess vann hann sér svo sæti í landsliði Argentínu í fyrra. Hann hefur nú hjálpað landsliðinu að vinna bæði HM og Suður-Ameríkubikarinn. Það er alveg ljóst að liðið hefði ekki unnið þessar keppnir án hans.
Það er ekki mjög langt síðan Martinez var að leika í D-deildinni á Englandi. Mögnuð saga.
This was the moment when everything changed for Argentina pic.twitter.com/rr4xGfwLcw
— P™ (@SemperFiArsenal) December 9, 2022
Athugasemdir