Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 18. desember 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvarslan sem gerði Martínez að þjóðhetju í Argentínu
Emiliano Martinez.
Emiliano Martinez.
Mynd: EPA
Emiliano Martínez fékk kannski á sig þrjú mörk gegn Frakklandi í úrslitaleik HM núna áðan, en án hans hefði Argentína aldrei orðið heimsmeistari.

Mögnuðum úrslitaleik var að ljúka, líklega þeim besta í sögunni.

Undir lokin fékk Frakkland algjört dauðafæri þegar Randall Kolo Muani slapp í gegn. Hann virtist vera að tryggja Frakklandi sigur en Martínez varði ótrúlega.

Þessi markvarsla gerir hann að þjóðhetju í Argentínu. Hann þarf líklega aldrei að borga fyrir neitt aftur í heimalandinu. Því í vítaspyrnukeppninni fór Argentína með sigur af hólmi. Þar klikkuðu Frakkar á tveimur spyrnum.

Martínez, sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra, hjálpaði líka Argentínu að komast áfram úr vítaspyrnukeppni gegn Hollandi í átta-liða úrslitunum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af ótrúlegri vörslu hans á lokasekúndunni áðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner