Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mikill karakter hjá Milan - Mertens sá um Roma
Zlatan skoraði fyrir Milan.
Zlatan skoraði fyrir Milan.
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan og Roma unnu góða útisgra í síðustu tveimur leikjum dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Zlatan Ibrahimovic er kominn til baka úr meiðslum og hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Fiorentina á níundu mínútu. Fiorentina sneri hins vegar leiknum við og komst í 2-1 í byrjun seinni hálfleiks er franski reynsluboltinn Franck Ribery skoraði.

Milan, sem féll úr leik í Evrópudeildinni gegn Manchester United í síðustu viku, gafst hins vegar ekki upp, sýndi mikinn karakter og náði að vinna leikinn. Brahim Diaz jafnaði og Hakan Calhanoglu skoraði sigurmarkið.

Lokatölur 2-3 í skemmtilegum leik og er Milan í öðru sæti, sex stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Toppliðið á þó leik til góða. Fiorentina er í 14. sæti.

Dries Mertens skoraði tvennu fyrir Napoli í útisigri gegn Roma. Hann kom þeim yfir á 27. mínútu og bætti við öðru marki sjö mínútum síðar.

Það dugði til sigurs fyrir Napoli sem er í fimmta sæti með 53 stig. Roma er í sjötta sæti með 50 stig.

Fiorentina 2 - 3 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('9 )
1-1 Erick Pulgar ('17 )
2-1 Franck Ribery ('51 )
2-2 Brahim Diaz ('57 )
2-3 Hakan Calhanoglu ('72 )

Roma 0 - 2 Napoli
0-1 Dries Mertens ('27 )
0-2 Dries Mertens ('34 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Juventus tapaði heimaleik gegn Benevento

Emil kom inn á
Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður undir lokin þegar Padova vann 2-0 útisigur á Via Pesaro í ítölsku C-deildinni. Emil, sem er 36 ára, er ekki í íslenska landsliðshópnum en Padova er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner