Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   sun 21. mars 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juventus tapaði heimaleik gegn Benevento
Fjórum leikjum er lokið í ítalska boltanum í dag þar sem Ítalíumeistarar Juventus töpuðu heimaleik gegn Benevento.

Það er ansi heitt undir Andrea Pirlo og er útlit fyrir að Juve takist ekki að vinna tíunda Ítalíumeistaratitilinn í röð.

Adolfo Gaich gerði eina mark leiksins fyrir Benevento en heimamenn í Juve áttu 23 marktilraunir án þess að koma knettinum í netið. Aftur á móti var aðeins ein marktilraun hjá Benevento sem hæfði rammann og í það skiptið fór boltinn inn.

Juve er í þriðja sæti eftir tapið, tíu stigum eftir toppliði Inter. Sigurinn er mikilvægur fyrir nýliða Benevento sem eru núna komnir sjö stigum frá fallsvæðinu.

Juventus 0 - 1 Benevento
0-1 Adolfo Gaich ('69 )

Atalanta og Lazio unnu þá útileiki sína í dag og náðu í mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Atalanta er í fjórða sæti og Lazio í því sjöunda, einu stigi frá Roma og Napoli í Evrópusæti.

Sampdoria hafði að lokum betur gegn fallbaráttuliði Torino, sem er einu stigi frá fallsæti.

Verona 0 - 2 Atalanta
0-1 Ruslan Malinovskiy ('33 , víti)
0-2 Duvan Zapata ('42 )

Udinese 0 - 1 Lazio
0-1 Adam Marusic ('37 )

Sampdoria 1 - 0 Torino
1-0 Antonio Candreva ('25 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner