Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Haaland spilaði í tapi gegn Tékkum
Erling Haaland og Oscar Bobb fagna
Erling Haaland og Oscar Bobb fagna
Mynd: Getty Images

Erling Haaland framherji Manchester City og norska landsliðsins var í byrjunarliði Noregs þegar liðið mætti Tékklandi í æfingaleik í kvöld. Haaland hafði yfirgefið æfingu Noregs á dögunum en var klár í slaginn í kvöld.


Honum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn en Oscar Bobb samherji hans hjá City kom Noregi yfir með glæsilegu einstaklingsframtaki.

David Zima jafnaði metin þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Tomas Soucek miðjumanni West Ham.

Staðan var jöfn allt fram á 85. mínútu þegar Tékkland fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn og Antonin Barak tók spyrnuna og skoraði glæsilegt mark og tryggði Tékkum sigurinn.

Færeyingar unnu Liechtenstein nokkuð örugglega en Pætur Petersen fyrrum leikmaður KA skoraði tvö mörk. Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkinga spilaði allan leikinn.

Liechtenstein 0 - 4 Faroe Islandes
0-1 Paetur Petersen ('3 )
0-2 Paetur Petersen ('45 )
0-3 Adrian Justinussen ('49 )
0-4 Arnbjorn Svensson ('90 )

Norway 1 - 2 Czech Republic
1-0 Oscar Bobb ('20 )
1-1 David Zima ('37 )
1-2 Antonin Barak ('85 )


Athugasemdir
banner