Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Liðsfélagarnir ótrúlega sáttir með galdramanninn Albert - „Þetta er bara galið"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Ótrúlegt að hann kemur til baka og setur þrennu, þetta er bara galið," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson um frammistöðu Alberts Guðmundssonar í gær. Albert skoraði þrennu í sigrinum gegn Ísrael. Þetta var hans fyrsti landsleikur síðan í júní í fyrra.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Ótrúlegur fótboltamaður og við erum ótrúlega sáttir að hann sé með okkur í þessu verkefni. Það er fáránlegt að hann mæti til baka og setji þrennu, það er bara galið," bætti Ísak við.

Hér að neðan má það sem liðsfélagar Alberts höfðu að segja um hans frammistððu.

Andri Lucas Guðjohnsen:„Hann átti frábæran leik í dag og vonandi getur hann tekið þetta með sér í næsta leik líka."

Daníel Leó Grétarsson: „Geggjað að vera með svona leikmanni í liði sem þú veist að getur galdrað eitthvað svona fram eins og aukaspyrnuna. Það var sérstaklega frábært að sjá hann skora þriðja markið, það var mikilvægasta markið."

Arnór Sigurðsson og Albert tengdu ágætlega vinstra megin á vellinum. „Það var kannski vitað (að Albert væri með sjálfstraustið í botni), ég held að hann hafi aldrei verið með eitthvað lítið sjálfstraust. Við vitum hvað hann getur í fótbolta og það er geggjað að spila með honum."

Hákon Rafn Valdimarsson: „Geggjaður leikmaður. Það vita það allir og bara verið sturlaður á Ítalíu," sagði markvörðurinn og sagði svo að hann hefði örugglega varið skot Alberts úr aukaspyrnu sem endaði í marki Ísraels.

Guðmundur Þórarinsson: „Ég veit ekki hvað ég á að segja, hann er geggjaður leikmaður. Það er frábært fyrir okkur að fá hann aftur. Hann er búinn að standa sig frábærlega á Ítaliu, það eru svo mikil gæði í honum, týpískur góður í fótbolta. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að hafa svona menn. Við erum með marga sem eru góðir í fótbolta og hann smellpassar inn í þetta. Ég er virkilega glaður fyrir hans hönd."
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Athugasemdir
banner
banner