Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. júlí 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Frábær leikmaður sem myndi styrkja Valsliðið töluvert"
Gunnhildur Yrsa í landsleik á síðasta ári.
Gunnhildur Yrsa í landsleik á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum kvennaliðs Vals, var í viðtali í gærkvöldi spurður út í þær sögusagnir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gæti verið á leiðinni í Val að láni frá Utah Royals.

Sjá einnig:
Gunnhildur Yrsa á leið í Val?

„Einhver orðrómur um að Gunnhildur Yrsa sé að koma til ykkar. Hefuru einhvera athugasemd við þann orðróm?" spurði Mist Rúnarsdóttir, fréttaritari Fótbolta.net, Eið.

„Í rauninni ekki. Við erum alltaf að leita að einhverri styrkingu sem myndi gera leikmannahópinn betri. Gunnhildur Yrsa er frábær leikmaður sem myndi styrkja Valsliðið töluvert," sagði Eiður og var í kjölfarið spurður hvort það væri eitthvað annað sem Valur væri að horfa á upp á styrkingu að gera.

„Nei í rauninni ekki, ekkert sem hægt er að gefa upp þannig lagað." Viðtalið í heild sinn má sjá hér að neðan.
Eiður Ben: Þurfum að standa saman og svara í næsta leik
Athugasemdir
banner