„Þetta er fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi. Þær byrja leikinn mun betur og við komumst inn í hann um miðbik fyrri hálfleiks. Þær skora tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og við reynum að bregðast við því með því að breyta aðeins til og brjóta leikinn upp. Þær héldu sínu skipulagi vel og náðu að sækja vel á okkur," sagði Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum Vals, eftir skell gegn Breiðabliki í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Valur
„Mér fannst við fyrst og fremst geta byrjað leikinn fyrr, bæði í fyrri og seinni hállfeik. Það voru fyrst og fremst litlir hlutir sem við klikkum á."
Hvað þýða þessi úrslit fyrir Val?
„Við þurfum að standa saman, þétta liðsheildina og svara í næsta leik. Við sýndum góða liðsframmistöðu í síðasta leik. Það vantaði aðeins upp á það í dag en leikmenn voru samt að reyna," sagði Eiður.
Eiður var að lokum spurður út í leikmannahópinn og mögulegar styrkingar í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir