Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: HITC 
Goðsögn hjá Arsenal vonar að Rúnar sé ekki búinn að segja sitt síðasta
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, goðsögn hjá Arsenal, vonast til þess að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sé ekki búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Arsenal fékk í gær markvörðinn Mat Ryan á láni frá Brighton. Reiknað er með að þetta þýði það að Rúnar Alex færist úr því að vera markvörður númer tvö hjá félaginu niður í að vera markvörður þrjú.

Þeir eru báðir á bekknum hjá Arsenal sem er þessa stundina að spila við Southampton í FA-bikarnum.

Rúnar Alex kom til Arsenal frá Dijon í byrjun tímabils og hefur verið varamarkvörður á eftir Bernd Leno. Rúnar hefur spilað nokkra leiki í Evrópudeildinni sem og í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum þar sem hann átti ekki góðan dag.

Búist er við því að hinn 25 ára gamli Rúnar Alex fari á láni en Keown er ekki búinn að gefast upp á honum.

„Ég vona ekki," sagði Keown spurður að því hvort að Rúnar Alex væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Lundúnafélagið. „Hann er ungur maður og var ekki alveg tilbúinn. Vonum að hann komi sterkari til baka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner