Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 23. desember 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veruleg aukning smita í enska kvennaboltanum
Man Utd er á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Englandi.
Man Utd er á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Englandi.
Mynd: Getty Images
Staðan er ekki í góð í Bretlandi, en það hefur gengið afar illa að tækla kórónuveirufaraldurinn.

Fjöldi landa hefur lokað á ferðalög frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis veirunnar sem Bretar segja smitast auðveldar en fyrri afbrigði. Mikil aukning hefur verið í smitum í Bretlandi síðustu daga.

Það sést í fótboltanum því í síðustu viku greindust 32 aðilar úr úrvalsdeild og næst efstu deild kvenna á Englandi með veiruna.

Það eru fleiri smit í deildunum en á síðustu sjö vikum til samans.

Úrvalsdeild kvenna og næst efsta deild kvenna eru farnar í jólafrí til 10. janúar. Fótbolti karla í Englandi heldur áfram og það er spurning hvort að slæm staða í Bretlandi komi til með að hafa áhrif þar næstu daga.


Athugasemdir
banner
banner
banner