Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússar tóku forystuna gegn Íslandi af vítapunktinum
Icelandair
Chalov skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.
Chalov skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.
Mynd: Getty Images
Rússland er komið yfir gegn Íslandi í opnunarleik okkar Íslendinga í riðlakeppni Evrópumóts U21 landsliða.

Rússarnir hafa verið aðeins sterkari aðilinn í leiknum og þeir komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Fedor Chalov, sóknarmaður CSKA Moskvu, skoraði af vítapunktinum eftir að Róbert Orri Þorkelsson, miðvörður Breiðabliks, braut af sér.

„Hörður Ingi var ekki klár í réttri stöðu þegar boltinn kom upp hægra megin. Skrikaði fótur, sending inn á teig og Zakharyan náði snertingu framhjá Róberti sem braut," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu frá leiknum sem má nálgast HÉRNA.

Það er enn nægur tími eftir af þessum leik fyrir Ísland til að koma til baka.

Hægt er að sjá markið hérna að neðan.


Athugasemdir
banner
banner