Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 26. maí 2021 11:21
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta helmingi leikja í næstu umferð
Þórir Jóhann Helgason (FH) er meðal leikmanna sem eru í landsliðshópnum.
Þórir Jóhann Helgason (FH) er meðal leikmanna sem eru í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta þremur leikjum af sex í næstu umferð Pepsi Max-deildar karla vegna þeirra vináttulandsleikja sem eru framundan.

Um er að ræða KA - Breiðablik og Valur - Víkingur sem áttu að vera á laugardaginn og FH - Keflavík sem átti að vera á sunnudag.

Birkir Már Sævarsson (Val), Brynjar Ingi Bjarnason (KA), Gísli Eyjólfsson (Breiðablik), Hörður Ingi Gunnarsson (FH), Þórir Jóhann Helgason (FH), Ísak Óli Ólafsson (Keflavík) og Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) eru allir í landsliðshópnum sem er að fara að mæta Mexíkó í lok vikunnar.

Frestuðu leikirnir verða spilaðir þann 7. júní.

Þeir leikir sem fram fara um helgina.

Á sunnudagskvöld:
19:15 HK-Leiknir R. (Kórinn)
19:15 Fylkir-Stjarnan (Würth völlurinn)
19:15 KR-ÍA (Meistaravellir)
Athugasemdir
banner
banner