Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 26. júlí 2018 09:13
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu úr leiknum: Man Utd vann AC Milan eftir 26 spyrnur í vítakeppni
Alexis Sanchez skorar á 12. mínútu.
Alexis Sanchez skorar á 12. mínútu.
Mynd: Getty Images
Manchester United og AC Milan mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Þegar dómarinn flautaði af var staðan 1-1 og því farið í vítaspyrnukeppni... þar sem United hafði betur.

Alexis Sanchez var besti leikmaður United í leiknum og hann kom liðinu yfir eftir tólf mínútna leik. Suso jafnaði fyrir AC Milan þremur mínútum síðar.

Jose Mourinho var að gera tilraunir með þriggja manna vörn en vörnin brást í jöfnunarmarki AC Milan.

Það var boðið upp á maraþon-vítakeppni þar sem 26 spyrnur þurfti áður en United gat fagnað sigri.

Þess má geta að Luke Shaw var í byrjunarliði United en framtíð hans hjá félaginu hefur verið mikið í umræðunni. Shaw náði ekki upp góðri frammistöðu í leiknum í nótt.


Athugasemdir
banner
banner
banner