Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 26. ágúst 2021 14:17
Hafþór Bjarki Guðmundsson
„Þetta er saga sumarsins og er orðið frekar leitt"
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sumarið hefur verið erfitt hjá Grindvíkingum. Þeir hafa oft tapað niður góðri stöðu í lok leikja og eru í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn Gróttu í vikunni. Seltirningar skoruðu sigurmarkið djúpt í uppbótartíma.

„Þetta er náttúrulega ömurlegt. Súmmerar bara upp sumarið hjá okkur frá 8. umferð. Við erum gjörsamlega að mínu viti með þennan leik, spilum þá sundur og saman á köflum og komumst í frábæra möguleika til að gera hluti. Komumst yfir, fáum svo mark á okkur í skeytin fyrir utan teig og svo í síðustu snertingu leiksins er mark úr horni. Svona hefur þetta verið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson eftir tapið á þriðjudag.

Leikurinn var jafn 1-1 frá 33. mínútu þar til á 96. mínútu þegar Sigurvin Reynisson skorar úr skalla eftir hornspyrnu frá Kristófer Orra. Það reyndist vera síðasta snerting leiksins og 2-1 sigur Gróttu staðreynd.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Grindavík

„Við höfum spilað margoft mjög vel, við erum á þeim gjörsamlega í restina. Við erum að reyna að ná inn úrslitamarki en fáum það í bakið. Við erum búnir að fá nokkur svona í bakið. Það er bara saga sumarsins og er orðið frekar leitt, orðið frekar pirrandi."

Hefði Bjössi verið sáttur með jafntefli?

„ Eitt stig er betra en ekkert stig, það er á hreinu. En eins og þetta spilaðist þá fannst mér 3 stig vera gjörsamlega í boði eins og í þeim leikjum undanfarið sem við höfum tapað svo á lokasekúndunum. Þá hafa 3 stig verið í boði en við höfum ekki náð að klára það."

„Þetta verður ekki meira svekkjandi. Nú eru 3 af seinustu 4 leikjum sem við eigum ekki séns á að jafna vegna þess að við tökum bara miðjuna og það er nánast flautað af. Þetta er orðið leitt ég skal alveg viðurkenna það. Ég held að Gróttumenn séu ótrúlega ánægðir með 3 stig hérna og hefðu verið mjög ánægðir með 1 stig. En þeir unnu og eru komnir slatta fram úr okkur, við þurfum bara að enda þetta eins og menn."

Þjálfaraskipti gætu orðið hjá Grindavík eftir tímabilið en Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið orðaður við starfið.

Viðtalið við Sigurbjörn í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner