Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 19. ágúst 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð Elías orðaður við Grindavík
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í dag að Alfreð Elías Jóhannsson myndi ekki halda áfram sem þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Samningur Alfreðs rennur út eftir tímabilið og ætlar hann ekki að endurnýja samninginn. Hann tók við liðinu í næstefstu deild og fór beint upp með liðið. Árið 2019 stýrði hann liðinu til bikarmeistaratitils og árið 2020 varð liðið meistari meistaranna.

Núna er Alfreð Elías orðaður við þjálfarastarfið hjá karlaliði Grindavíkur, sem leikur í Lengjudeildinni.

Fótbolti.net hefur heyrt sögur um að Alfreð muni taka við Grindavík eftir tímabilið. Hann var á leiknum í Grindavík í kvöld.

Sigurbjörn Hreiðarsson er núna þjálfari Grindavíkur en hann verður samningslaus eftir tímabil. Sigurbjörn var spurður út í framtíðina eftir sigur á Þrótti í kvöld.

„Nei, við erum bara inn í miðju tímabili og við tökum bara stöðuna þegar rétti tíminn er til þess. Við bara fókuserum á þrusu Gróttulið sem er á þriðjudaginn," sagði Bjössi.

Grindavík er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með 23 stig. Árangurinn er undir væntingum.
Bjössi Hreiðars: Zeba er bara þrususenter
Athugasemdir
banner
banner