Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Verið á útivelli og það er vel gert að komast svona langt
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Ég er ánægður að við séum komnir í undanúrslit og þetta var góð æfing fyrir marga leikmenn," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir sigur á Norwich í enska bikarnum.

Leikurinn var framlengdur eftir þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Seint í framlengingunni skoraði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, sigurmarkið.

„Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn. Mér fannst við halda boltanum fínt, en við sköpuðum ekki mörg færi," segir Solskjær. „Það var gaman fyrir Harry Maguire að skora sigurmarkið."

„Margir leikmannana spiluðu ekki síðasta leik og núna eru þeir komnir með 90 eða 120 mínútur í líkamann. Við erum búnir að vera á útivelli í hverri umferð og það er vel gert að komast eins langt og við höfum gert."

„Ég tel að leikmennirnir sem spiluðu 120 mínútur í dag séu í nægilega góðu standi til að spila gegn Brighton á þriðjudaginn," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner