Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 22:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Jafnt á Anfield - Haaland óstöðvandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeild Evrópu. Tveir stórleikir voru í kvöld. Annar þeirra fór fram á Anfield þegar Liverpool tók á móti Napoli.

Dries Mertens kom Napoli yfir í fyrri hálfleik en Dejan Lovren jafnaði með skalla á 65. mínútu. Varamaðurinn Gini Wijnaldum komst næst því að skora sigurmarkið en skot hans fór rétt framhjá marki Napoli þegar um tíu mínutur voru eftir.

Í sama riðli valtaði Salzburg á útivelli, 1-4. Erling Braut Haaland byrjaði á bekknum en kom inn á í stöðunni 0-2. Hann lagði upp þriðja markið og skoraði svo fjórða markið og hefur því skorað í öllum leikjum riðlakeppninnar, líkt og Robert Lewandowski.

Liverpool er í toppsætinu með 10 stig, Napoli er með 9 og Salzburg er með 7. Liverpool og Salzburg mætast í Austurríki í lokaumferðinni.

Messi og Suarez tengdu vel á Nývangi
Barcelona mætti Dortmund á heimavelli í kvöld. Barcelona gat með sigri tryggt sig áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Barcelona gerði það og 13. árið í röð kemst liðið áfram sem sigurvegari í sínum riðli.

Heimamenn leiddu í hálfleik, 2-0. Luis Suarez skoraði fyrra markið eftir undirbúning frá Lionel Messi og uppskriftin var akkúrat öfug í öðru markinu. Antoine Griezmann kom svo inn á í seinni hálfleik og skoraði þriðja mark liðsins áður en varamaðurinn Jadon Sancho skoraði fyrir Dortmund, 3-1 lokatölur og Barcelona komið áfram.

Inter mætti Slavia Prag á útivelli í sama riðli. Inter var í basli í kvöld en kláraði að lokum 1-3 útisigur. Liðið mætir Barcelona í lokaumferðinni og þarf líklega á sigri að halda þar sem Dortmund er með jafnmörg stig. Dortmund á heimaleik gegn Slavia í lokaumferðinni.

Dramatík í Leipzig
Í G-riðli mætti Benfica til Leipzig í leik sem gestirnir þurftu að vinna. Þeir komust í 0-2 í leiknum en tvö mörk frá Emil Forsberg undir lok leiks tryggðu Leipzig stig.

Leipzig er með 10 stig, Zenit og Lyon eru með 7 og Benfica er með 4 stig.

Að lokum er Ajax í lykilstöðu í sínum riðli eftir 0-2 útisigur á Lille. Ajax er í toppsæti H-riðils með 10 stig, Chelsea og Valencia hafa 8 stig og Lille er á botninum með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar
Barcelona 3 - 1 Borussia D.
1-0 Luis Suarez ('29 )
2-0 Lionel Andres Messi ('33 )
3-0 Antoine Griezmann ('67 )
3-1 Jadon Sancho ('77 )

Slavia Praha 1 - 3 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('19 )
1-1 Tomas Soucek ('37 , víti)
1-2 Romelu Lukaku ('81 )
1-3 Lautaro Martinez ('88 )

Liverpool 1 - 1 Napoli
0-1 Dries Mertens ('21 )
1-1 Dejan Lovren ('65 )

Genk 1 - 4 Salzburg
0-1 Patson Daka ('43 )
0-2 Takumi Minamino ('45 )
0-3 Hee-Chan Hwang ('69 )
1-3 Mbwana Samatta ('85 )
1-4 Erling Haland ('87 )

RB Leipzig 2 - 2 Benfica
0-1 Pizzi ('20 )
0-2 Carlos Vinicius ('59 )
1-2 Emil Forsberg ('90 )
2-2 Emil Forsberg ('96 , víti)

Lille 0 - 2 Ajax
0-1 Hakim Ziyach ('2 )
0-2 Quincy Promes ('59 )

Önnur úrslit: Meistaradeildin: Fjörugt jafntefli á Mestalla
Athugasemdir
banner
banner
banner