Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. maí 2021 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kerfinu hent fyrir stærsta leik sögunnar - „Kostaði liðið sigur"
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Fernandinho var skipt inn á um miðbik seinni hálfleiks.
Fernandinho var skipt inn á um miðbik seinni hálfleiks.
Mynd: EPA
Leikmenn Chelsea fagna í leikslok.
Leikmenn Chelsea fagna í leikslok.
Mynd: EPA
„Ég gerði það sem ég taldi vera best," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, þegar hann var spurður út í liðsval sitt eftir tap gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Það myndaðist sú umræða fyrir leikinn hvort Guardiola væri að ofhugsa hlutina eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður á ögurstundu.

Hjá Man City byrjuðu Gabriel Jesus, Sergio Aguero, Joao Cancelo, Fernandinho, Ferran Torres og Rodri allir á bekknum. Raheem Sterling byrjaði og það var engin náttúruleg nía í byrjunarliði City.

Þrátt fyrir það var liðsuppstillingin sóknarsinnuð og enginn djúpur miðjumaður í byrjunarliðinu. Bæði Rodri og Fernandinho byrjuðu á bekknum hjá City.

Það eru núna tíu ár síðan hann vann síðast Meistaradeildina, þegar hann stýrði Barcelona til sigurs gegn Manchester United á Wembley. City sló út sterkt lið Paris Saint-Germain í undanúrslitunum en þeim tókst ekki að vinna Chelsea í úrslitum.

„Guardiola gat ekki staðist það að breyta einu sinni taktískt... ákvörðun hans að byrja án varnarsinnaðs miðjumanns var vægast sagt slök," Jonathan Smith, blaðamaður Goal.

„Kerfi sem breytti gangi mála á tímabilinu fyrir City, varð til þess að þeir unnu ensku úrvalsdeildina og kom þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, var hent af einhverri ástæðu fyrir stærsta leik í sögu félagsins."

Man City hefur spilað 60 leiki á tímabilinu og aðeins einu sinni hefur liðið byrjað án bæði Fernandinho og Rodri. Það var gegn Olympiakos í nóvember, í 3-0 sigri. Olympiakos er hins vegar allt öðruvísi andstæðingur en Chelsea.

Það vantaði allan takt í Man City í kvöld og N'Golo Kante er stór ástæða þess. Hann var alls staðar á vellinum og vann boltann hvað eftir annað.

Jamie O'Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, gekk aðeins lengra í gagnrýni sinni á Guardiola á Talksport.

„Þetta var ein versta frammistaða sem ég hef séð frá Man City í langan tíma. Hræðilegt liðsval hjá Guardiola. Chelsea spilaði stórkostlega og þeir voru mjög skipulagðir. Það var mjög rangt hjá Guardiola að vera ekki með varnarsinnaðan miðjumann. Staðan hefði verið 3-0 í hálfleik ef Timo Werner kynni að skjóta."

„Man City skapaði ekki dauðafæri fyrir utan það þegar Foden slapp í gegn og Rudiger bjargaði. Reece James var með Sterling í vasanum. Ég trúði því ekki að Sterling væri í byrjunarliðinu miðað við það hvernig hann hefur verið að spila. Þetta var til skammar hjá Guardiola," sagði O'Hara.

„John Stones og Ruben Dias áttu sinn versta leik á tímabilinu því það var enginn fyrir framan þá að verja vörnina."

O'Hara segir að Guardiola hafi sýnt hroka með því að skipta Fernandinho ekki inn á í hálfleik.

„Pep Guardiola á að fara inn í búningsklefann og biðja hvern einasta leikmann sinn afsökunar því hann kostaði liðið sigur í Meistaradeildinni," sagði fyrrum miðjumaður Tottenham jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner