Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. ágúst 2021 09:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar mætti í viðtal með Fokk ofbeldi húfu
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með húfuna.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með húfuna.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Haukur Gunnarsson
Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar og núverandi þjálfari KR, mætti með Fokk ofbeldi húfu í viðtal á Fótbolta.net eftir sigur gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í gær.

Heferðin Fokk ofbeldi var sett á laggirnar árið 2015. Á vefsíðu UN Women segir: „Fokk ofbeldi herferðin leit fyrst dagsins ljós þegar UN Women á Íslandi hóf sölu á Fokk ofbeldi armböndum árið 2015. Síðan þá hefur ýmiss konar Fokk ofbeldi varningur verið framleiddur og seldur til styrktar verkefna UN Women sem miða að því að útrýma kynbundnu ofbeldi."

Rúnar mætti með húfu með yfirskrift herferðinnar í viðtöl í gær. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um kynbundið ofbeldi að hálfu landsliðsmanna Íslands.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði í viðtali við Kastljós á fimmtudag að engar tilkynningar eða ábendingar hefðu borist frá því hann tók við formennsku en greindi svo frá því í fréttatímanum á föstudag að hann hafi farið með rangt mál. Hann lét af störfum í gær eftir mikil fundarhöld.

Framkvæmdastjóri KSÍ og stjórn sambandsins situr áfram, þrátt fyrir að vera rúin trausti. Háværar raddir eru um að það þurfi að hreinsa enn frekar til hjá sambandinu og fleiri að víkja.

Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún gerði sér alveg grein fyrir því að margir væru reiðir yfir þeirri ákvörðun stjórnarinnar að stíga ekki frá. Hún hafi sjálf íhugað að segja af sér en stjórnin hafi ákveðið að sitja áfram til að halda KSÍ starfhæfu.

Hægt er að fara inn á vefsíðu UN Women með því að hérna og viðtal við Rúnar má sjá hér að neðan.


Rúnar Kristins: Kiddi er með gríðarlega góðan hægri fót
Athugasemdir
banner
banner