Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 14:07
Elvar Geir Magnússon
Raiola segir sögurnar rangar: Haaland valdi bara Dortmund frekar en Man Utd
Erling Braut Haaland er kominn til Borussia Dormund.
Erling Braut Haaland er kominn til Borussia Dormund.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola segir að fréttaflutningur þess efnis að Manchester United hafi hætt við að kaupa Erling Braut Haaland vegna klásúlu um riftunarverð sé rangur.

Raiola segir að sóknarmaðurinn ungi hafi einfaldlega valið Borussia Dortmund þar sem hann taldi það best fyrir feril sinn.

„Ég veit ekki hvort Manchester United sé að dreifa þessu en þá er félagið að breiða yfir eigin missi," segir Raiola.

„Viðræðurnar við Manchester United voru bara eðlilegar og leikmaðurinn valdi að fara annað. Ef United vill kenna öðrum um þá má alveg kenna mér um þetta en leikmaðurinn er ánægður. Hann tók þessa ákvörðun."

Raiola segir að Haaland hafi persónulega rætt við Manchester United áður en hann hafi sjálfur valið Dortmund. Ákvörðunin hafi ekki verið af fjárhagslegum ástæðum.

„Honum fannst það ekki besta skrefið á þessum tímapunkti að fara til United. Hann valdi Dortmund frekar en önnur félög," segir Raiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner