Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 31. mars 2024 10:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reece James og Gallagher á förum frá Chelsea - Toney nálgast West Ham
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er mættur í hús á páskadegi. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Chelsea ætlar að selja bakvörðinn Reece James, 24, og miðjumanninn Conor Gallagher, 24, í sumar til að koma í veg fyrir að félagið brjóti fjárhagsreglur úrvalsdeildarinnar (Sunday Times)

West Ham er nálægt því að næla í Ivan Toney, 28, framherja Brentford. (Football Insider)

Luis Enrique stjóri PSG vonast enn til að sannfæra Kylian Mbappe, 25, um að vera áfram hjá félagin frekar en að ganga til liðs við Real Madrid í sumar. (Goal)

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid er ekki hræddur um að Vinicius Jr, 23, yfirgefi félagið en sögur hafa farið af stað um að hann gæti yfirgefið félagið vegna þess að hann hefur orðið fyrir miklum rasisma á Spáni. (Diario Sport)

Ruben Amorim segir að hann sé einbeittur á Sporting Lisbon og að vinna titla en hann hefur verið orðaður sem eftirmaður Jurgen Klopp hjá Liverpool. (Star Sunday)

Jose Bordalas stjóri Getafe segir að hann sé ekki viss hver framtíð Mason Greenwood sé. Manchester United á enn eftir að taka ákvörðun hvort hann muni snúa aftur til félagsins. (Manchester Evening News)

Manchester United er að vinna kapphlaupið um hinn 17 ára gamla Baylee Dipepa enskan framherja Port Vale. (Sun)

Sporting Lisbon vill fá 68.5 milljónir punda fyrir Viktor Gyokeres, 25, en það er áhugi frá Arsenal og Chelsea. (Sunday Mirror)

Bayern Munchen hefur staðfest að Joshua Kimmich, 29, muni ekki framlengja samning sinn við félagið fyrr en nýr stjóri hefur tekið við af Thomas Tuchel sem yfirgefur það eftir tímabilið. (Sky Germany)

Barcelona og Chelsea eru að vinna í því að fá Estevao Willian, 16, vængmann Palmeiras en það er söluákvæði í samningi hans upp á 51 milljón punda. (Sunday Mirror)

Daninn Christian Eriksen, 32, er ósáttur með lítinn spiltíma hjá Man Utd en félagið mun leyfa honum að fara í sumar. (Sunday Mirror)

Inter Milan vill fá Michael Kayode, 19, til að taka við af Denzel Dumfries ef hann yfirgefur félagið. (Gazzetta dello Sport)

Pólski framherjinn Robert Lewandowski verður áfram hjá Barcelona þrátt fyrir áhuga frá Sádí-Arabíu. (Sport)

Trai Hume, 22, varnarmaður Sunderland er eftirsóttur af Aston Villa og Bournemouth. Einnig ítalska félaginu Napoli. (Life)

Feyenoord hefur rætt við Ben Johnson, 24, bakvörð West Ham en hann getur nú rætt við erlend félög. (Sunday Mirror)


Athugasemdir
banner
banner
banner