KDA KDA
 
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Maggi er ritstjóri Fótbolti.net en hann hefur starfað á vefnum frá stofnun hans árið 2002. 
fim 08.nóv 2012 15:00 Magnús Már Einarsson
Múrari markahæstur í Championship Charlie Austin, framherji Burnley, hefur farið á kostum í ensku Championship deildinni á þessu tímabili. Austin er markahæsti leikmaðurinn í deildinni með 16 mörk í 14 leikjum en hann hefur skorað samtals 20 mörk í öllum keppnum.

Þessi 23 ára gamli leikmaður á hins vegar allt annan feril í fótboltanum en flestir atvinnumenn á Englandi því þegar hann var tvítugur starfaði hann sem múrari og atvinnumennskan virtist vera fjarlægur draumur. Meira »
lau 13.okt 2012 10:00 Magnús Már Einarsson
Strákarnir eiga skilið fullan Laugardalsvöll Eftir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að sjá Ísland vinna magnaðan 2-1 útisigur á Albaníu í gær get ég ekki beðið eftir leiknum gegn Svisslendingum á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudagskvöld.

Baráttuandinn og samstaðan í íslenska liðinu var mögnuð í gær og leikmenn létu hluti utan vallar ekki hafa nein áhrif á sig. Það að vinna Albaníu á útivelli er mjög gott afrek en að gera það í þessum erfiðu aðstæðum í gær er hreint út sagt stórkostlegt. Meira »
fim 29.mar 2012 12:00 Magnús Már Einarsson
Kunnugleg nöfn á uppleið Eftir langt og strangt tímabil er nú tæpur mánuður í að leikmenn í neðri deildunum á Englandi geti sett tærnar upp í loft og skellt sér í sumarfrí. Toppbaráttan í ensku Championship deildinni er æsispennandi en þegar sjö umferðir eru eftir er ljóst að baráttan um tvö örugg sæti í ensku úrvalsdeildinni mun standa á milli þriggja félaga. Meira »
fim 15.sep 2011 08:30 Magnús Már Einarsson
Ísland á að stefna á EM 2016 Miðað við árangur íslenska landsliðsins undanfarin ár má segja að það sé bjartsýni að kalla eftir því að landsliðið komist á stórmót á næstu árum. Efniviðurinn er hins vegar klárlega til staðar og ef allir leggjast á eitt sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Ísland verði á meðal þáttökuþjóða á EM í Frakklandi eftir fimm ár. Á því móti verða 24 þáttökuþjóðir eða tæplega helmingur af öllum þjóðum í Evrópu. Ísland þarf að setja háleit markmið stefna á að vera á meðal þáttökuþjóða í Frakklandi árið 2016. Meira »
mið 23.mar 2011 08:00 Magnús Már Einarsson
Sá besti spilar ekki vörn Heiðar Helguson og félagar í QPR eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Sá leikmaður sem hefur dregið vagninn fyrir QPR á þessu tímabili er Adel Taarabt sem var um helgina útnefndur leikmaður tímabilsins í Championship deildinni. Meira »
mið 16.mar 2011 08:00 Magnús Már Einarsson
YouTube leikmennirnir sem vilja koma til Íslands ,,Ég vil spila fótbolta fyrir utan Afríku, ég er andlega og líkamlega heill framherji sem skorar og býr til mörk. Ég tek ekki eiturlyf og mun fylgja reglum félagsins í einu og öllu. Ég mun standa mig sem best fyrir félagið og ykkar yndislegu stuðningsmenn. Ég er tilbúinn að ferðast um leið og þið bjóðið mér að koma. Heyri frá ykkur fljótlega.” Meira »
fös 11.feb 2011 07:00 Magnús Már Einarsson
Klóki skemmtikrafturinn Ian Holloway hefur náð mögnuðum árangri með lið Blackpool í vetur. Þrátt fyrir að liðið hafi nú tapað fimm leikjum í röð í úrvalsdeildinni er árangurinn heilt yfir á tímabilinu stórkostlegur sé tekið mið af stærð félagsins. Holloway hefur sjálfur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir að vera líflegur karakter sem kemur með skemmtileg svör í viðtölum en hjá Blackpool hefur hann líka sýnt að hann er mjög klókur stjóri. Meira »