- Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari MSc skrifar í tilefni af alþjóðadegi Sjúkraþjálfunar í síðustu viku.
Oft skýra þjálfarar slakt gengi, með miklum meiðslum. Málið er hins vegar það að þeir sem nota undirbúningstímabilin rétt og hafa góðan hreyfigrunn í liðleika og styrk eru síður líklegir að verða fyrir meiðslum. Með öðrum orðum, enginn er „óheppinn með meiðsli“, heldur skammta menn sér sjálfir sína heppni, með því að sinna líkamsþjálfun og endurheimt á réttan hátt.
Meira »
Nú er rétt tæp vika í að undankeppni HM 2018 hefist hjá íslenska karlalandsliðinu. Fyrsti andstæðingur eru hinir óútreiknanlegu Úkraínumenn.
Meira »
Jæja nú þegar þremur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni og fyrsta landsleikjahléið komið að þá er ágætt að taka smá vörutalningu!
Meira »
Góðan dag kæra knattspyrnufólk.
Í ljósi mjög neikvæðra skrifa í garð félaga sem þurfa að styrkja lið sín með útlendingum til að halda velli á meðal þeirra bestu langar mig að gefa ykkur gott fólk smá innsýn í starfsemi kvennaliðs ÍBV. Meira »
Í ljósi mjög neikvæðra skrifa í garð félaga sem þurfa að styrkja lið sín með útlendingum til að halda velli á meðal þeirra bestu langar mig að gefa ykkur gott fólk smá innsýn í starfsemi kvennaliðs ÍBV. Meira »
Það hefur verið mikið rætt um Joe Hart eftir að Pep Guardiola, nýr þjálfari Manchester City, ákvað að velja Willy Caballero til að standa í rammanum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Meira »
Ég hef ákveðið að skrifa um minn íþróttaferil því ég finn að það er að verða vitundarvakning um andleg veikindi í landinu og fleiri eru að stíga fram sem mér finnst algjörlega frábært. Ég vona að enn fleiri komi fram í kjölfarið. Margir hafa eflaust spurt sig og aðra af hverju hinir og þessir náðu ekki lengra í íþróttinni sinni. Ég er nokkuð viss um andleg veikindi spili þar oft á tíðum stóra rullu. Það var allavega þannig hjá mér. Það er hægt að gera svo miklu miklu betur innan íþróttahreyfingarinnar að vinna með fólki sem finnur til andlegra veikinda sem byrjar oft þegar það er á unglingsaldri. Það er viðkvæmur aldur og ég upplifði ekki nægilega þekkingu í þessum efnum frá mínum liðum þegar ég var að byrja að veikjast og missa mína getu bæði í fótbolta og körfubolta.
Meira »
Ég hreifst með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á EM í Frakklandi. Að baki liggur þrotlaus vinna allra sem að liðinu starfa. Við eigum fleiri tæknilega góða fótboltamenn en áður. Það er eitthvað sem segir mér að það sé vel hugsað um andlega þáttinn í kringum landsliðið. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir menn um víða veröld að komast til botns í því hvernig 330.000 manna þjóð hafi komist í 8 liða úrslit og slegið út England sanngjarnt. Ætla að fjalla um andleg veikindi innan íþróttahreyfingarinnar- og/eða félaganna. Ekki sem stóra sannleik heldur eins og mín upplifun er í dag og deili reynslu míns knattspyrnuferils.
Meira »
Þeir sem þekkja mig vita að ég er vægast sagt knattspyrnuóður. Er þessi týpa af stuðningsmanni sem mætir að horfa á æfingaleiki og æfingarmót í janúar - febrúar þegar knattspyrnan minnir meira á boccia mót á Grund heldur en knattspyrnuna sem boðið er upp á í sjónvarpi landsmanna.
Meira »
Í gær sunnudag fór fram leikur FH og ÍBV í Kaplakrika. Sá sem hér skrifar mætti að sjálfsögðu á leikinn ásamt dóttur sinni sem er á sjöunda ári. Í leiknum gerðist umdeilt atvik þegar leikmenn ÍBV töldu að Kassim Doumbia, leikmaður FH, hafði handleikið boltann á marklínu. Dómari leiksins sá hins vegar ekkert athugavert og dæmdi ekkert. FH vann að lokum leikinn 3-1.
Meira »
Nú þegar knattspyrnuvertíð kvenna er að ljúka þar sem mörg afrek hafa verið unnin og önnur markmið ekki náðst þá er einungis eitt sem liggur á vörum þeirra sem starfa við meistaraflokk í kvennaknattspyrnu. Það er hvernig mótið á að vera byggt upp og nú hefur hver þjálfarinn á eftir öðrum komið og tjáð sína skoðun á þessu fyrirkomulagi. Það er klárt mál að breyta þarf fyrirkomulaginu en hvernig á að gera það og í hverra höndum á það að vera? Ég vil því hvetja KSÍ og félög í íslenskri kvennaknattspyrnu til að setjast niður og finna farsæla lausn á málinu.
Meira »