Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
banner
   lau 11. október 2025 10:37
Brynjar Ingi Erluson
Guehi kominn efst á óskalista Real Madrid - Upamecano til Liverpool?
Powerade
Marc Guehi er efstur á óskalista Liverpool og Real Madrid
Marc Guehi er efstur á óskalista Liverpool og Real Madrid
Mynd: EPA
Thomas Frank vill fá Kevin Schade til Tottenham
Thomas Frank vill fá Kevin Schade til Tottenham
Mynd: EPA
Thomas Frank vill fá fyrrum lærisvein til Tottenham, Liverpool og Real Madrid berjast um Marc Guehi og Inter Miami íhugar að endurskapa MSN-framlínuna. Þessa mola má finna í Powerade-slúðurpakka dagsins á þessum ágæta laugardegi.

Tottenham er meðal félaga sem fylgjast grannt með stöðu Kevin Schade (23), framherja Brentford á Englandi. (Sky Germany)

Marc Guehi (25), fyrirliði Crystal Palace, er kominn fyrir ofan Ibrahima Konate (26), miðvörð Liverpool á óskalistanum fyrir næsta sumar. (Fichajes)

Liverpool hefur áhuga á því að fá Dayot Upamecano (26), varnarmann Bayern, ásamt Guehi. (Florian Plettenberg)

Juventus mun reyna að fá Mike Maignan (30), markvörð AC Milan, en samningur hans rennur út næsta sumar. Chelsea og Bayern eru einnig með í baráttunni um Maignan. (Gazzetta dello Sport)

Inter Miami er að skoða möguleikann á að endurskapa eina svakalegustu sóknarlínu allra tíma með því að fá brasilíska sóknarmanninn Neymar (33) frá Santos. Hann myndi þá spila með Lionel Messi og Luis Suarez í framlínunni en þeir þrír spiluðu saman frá 2014-2017. (Mail)

Kamerúnski miðjumaðurinn Etta Eyong (21) væri frekar til í að fara til Barcelona heldur en Manchester United. (Sport)

Bayern München hefur áhuga á Murillo (23), varnarmanni Nottingham Forest, en félagið þyrfti fyrst að selja leikmenn til þess að fjármagna kaup á brasilíska leikmanninum. (Bild)

Liverpool, Chelsea og Man Utd eru meðal félaga sem hafa áhuga á því að kaupa Castello Lukeba (22) frá Leipzig. Franski varnarmaðurinn er metinn á 52,2 milljónir punda. (Caught Offside)

Tottenham er hrifið af Sani Suleiman (19), vængmanni AS Trencin í Slóvakíu. Félagið sendi njósnara til að fylgjast með nígeríska leikmanninum á dögunum. (Teamtalk)

Adam Wharton (21), miðjumaður Crystal Palace, er ánægður hjá félaginu og er ekki að íhuga að fara í janúarglugganum þrátt fyrir áhuga Liverpool, Man City og Real Madrid. (Football Insider)

Umboðsmaður belgíska landsliðsmannsins Malick Fofana (20) segir leikmanninn eiga heima hjá félagi eins og Liverpool, Bayern eða Man City. (HLN Nieuws)

Kalvin Phillips (29), miðjumaður Man City, er ekki á óskalista Everton þó svo David Moyes, stjóri félagsins, hafi fengið hann á láni til West Ham þegar hann var við stjórnvölinn þar. (Teamtalk)

Newcastle er að bíða eftir að ráða Ross WIlson sem yfirmann fótboltamála áður en það hefur viðræður við Sandro Tonali (25), Tino Livramento (22) og Sven Botman (25) um nýjan samning. (The I)
Athugasemdir