Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 28. maí 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: A-riðill - 4. sæti
Sádí-Arabía
Sádí-Arabíu er ekki spáð góðu gengi. Þeir spila opnunarleikinn við Rússland.
Sádí-Arabíu er ekki spáð góðu gengi. Þeir spila opnunarleikinn við Rússland.
Mynd: Getty Images
Juan Antonio Pizzi er þjálfari Sádí-Arabíu. Hér ræðir hann við góðvin sinn.
Juan Antonio Pizzi er þjálfari Sádí-Arabíu. Hér ræðir hann við góðvin sinn.
Mynd: Getty Images
Muhammad Al-Sahlawi.
Muhammad Al-Sahlawi.
Mynd: Getty Images
Fahad Al-Muwallad í baráttunni.
Fahad Al-Muwallad í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Nær Sádí-Arabía að koma á óvart?
Nær Sádí-Arabía að koma á óvart?
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur, nánar tiltekið tvær vikur og þrír dagar, þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og byrjar hún að rúlla í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spánna.

Við byrjum auðvitað á A-riðlinum og liðinu sem er spáð fjórða og neðsta sæti þar. Spáin fyrir allan A-riðilinn verður uppljóstruð eftir því sem líður á daginn.

Í A-riðli spila heimamenn í Rússlandi ásamt Egyptalandi, Sádí-Arabíu og Úrúgvæ.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir A-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Sádí-Arabía, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 67.

Um liðið: Sádí-Arabía er aftur komið inn á Heimsmeistaramótið eftir að hafa misst af tveimur mótum í röð. Það verður stutt gaman hjá Sádum ef hægt er að marka spá okkar.

Þjálfarinn: Juan Antonio Pizzi. Hinn argentíski Pizzi mun stýra Sádí-Arabíu á HM í sumar en hann var ráðinn til að gegna stöðunni í nóvember síðastliðnum. Mikill þjálfarakapall átti sér stað áður en Pizzi var ráðinn í starfið, en tveir þjálfarar, Bert van Marwijk og Edgardo Bauza, voru á undan honum í starfi árið 2017.

Pizzi er fæddur og uppalinn í Argentínu en gerðist spænskur ríkisborgari þegar hann gerði garðinn frægan með Tenerife og Barcelona á leikmannaferlinum. Pizzi hefur þjálfað félagslið í Argentínu, Perú, Síle, Mexíkó og Spáni. Árið 2016 tók hann við landsliði Síle en þar stoppaði hann stutt. Það var síðasta starf hans áður en hann tók við Sádí-Arabíu.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með.

Besti árangur á HM: 16-liða úrslit (1994).

Leikir á HM 2018:
14. júní, Rússland - Sádí-Arabía (Moskva)
20. júní, Úrúgvæ - Sádí-Arabía (Rostov-On-Don)
25. júní, Sádí-Arabía - Egyptaland (Volgograd)

Af hverju Sádí-Arabía gæti unnið leiki: Þeir munu koma á HM til að spila fótbolta. Þeir munu sækja. Ef Egyptar og Rússar spila gegn Sádí-Arabíu með rangt hugarfar, þá munu Sádarnir stela stigum.

Af þeim liðum sem spila á HM er Sádí-Arabía neðst á heimslistanum. Önnur lið gætu vanmetið og sýnt kæruleysi. Það er lítil sem engin pressa á þeim grænklæddu að ná góðum árangri.

Af hverju Sádí-Arabía gæti tapað leikjum: Ólíkt öðrum undirmögnum munu þeir reyna að sækja, sterk lið munu nýta sér svæði sem munu skapast. Þeir fóru í gegnum frekar þægilega undankeppni í Asíu og eru að fara að mæta mikið sterkari liðum þegar komið er til Rússlands.

Það eru ekki nein rosaleg gæði í leikmannahópnum og langflestir leikmennirnir koma úr deildinni í Sádí-Arabíu. Leikmannahópurinn er líklega sá slakasti af öllum liðunum á mótinu og það er ekki að hjálpa að þjálfarinn hefur aðeins stýrt liðinu síðan í nóvember.

Stjarnan: Muhammad Al-Sahlawi. Mikill markaskorari sem þessi leikmaður er, skoraði 16 mörk í 14 leikjum í undankeppninni. Hann hefur í heildina skorað 28 mörk í 38 landsleikjum, en ef Sádar ætla sér að gera einhverja hluti, þá þarf hann að skora mörk. Hefur æft með Manchester United.

Fylgstu með: Fahad Al-Muwallad. Skoraði markið sem kom Sádí-Arabíu á HM. Hann er 23 ára gamall, leikur sem kantmaður eða sóknarmaður og þykir mjög spennandi. Hann fór til Spánar, til Levante í janúar eftir að knattspyrnusamband Sádí-Arabíu náði samkomulagi um að senda leikmenn í spænsk félög. Fahad kom við sögu í tveimur leikjum í spænsku úrvalsdeildinni, en hann hefur spilað 42 landsleiki og skorað 10 mörk.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-3-3): Abdullah Al-Mayouf; Yasser Al-Shahrani, Osama Hawsami, Motaz Hawsawi, Mansoor Al-Harbi; Abdullah Otayf, Salman Al-Faraj, Yahya Al Shehri; Fahad Al-Muwallad, Muhammad Al-Sahlawi, Salem Al-Dawsari.

Leikmannahópurinn:
Sádí-Arabía hefur tilkynnt 28 manna hóp, hann verður minnkaður í 23 manna hóp fyrir 4. júní.

Markmenn:: Assaf Al-Qarny (Al-Ittihad), Mohammed Al-Owais (Al Ahli), Yasser Al-Musailem (Al Alhi), Abdullah Al-Mayuf (Al Hilal).

Varnarmenn: Mansoor Al-Harbi (Al Ahli), Yasser Al-Shahrani (Al Hilal) Mohammed Al-Breik (Al HIlal), Saeed Al-Mowalad (Al Ahli), Motaz Hawsawi (Al Ahli), Osama Hawsaw (Al Hilal)i, Omar Hawsawi (Al Nassr), Mohammed Jahfali (Al Hilal), Ali Al-Bulaihi (Al Hilal).

Miðjumenn: Abdullah Al-Khaibari (Al Shabab), Abdulmalek Al-Khaibri (Al Hilal), Abdullah Otayf (Al Hilal), Taiseer Al-Jassim (Al Ahli), Houssain Al-Mogahwi (Al Ahli), Salman Al-Faraj, Nawaf Al-Abed, Mohamed Kanno (all Al Hilal), Hattan Bahebri (Al Shabab), Mohammed Al-Kwikbi (Al Ettifaq), Salem Al-Dawsari (Villarreal, Spain), Yehya Al-Shehri (Leganes, Spain).

Sóknarmenn: Fahad Al-Muwallad (Levante), Mohammad Al-Sahlawi (Al Nassr), Muhannad Assiri (Al Ahli).
Athugasemdir
banner
banner