Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 31. maí 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: B-riðill - 4. sæti
Íran
Íran er samkvæmt spánni lakasta liðið í B-riðli.
Íran er samkvæmt spánni lakasta liðið í B-riðli.
Mynd: Getty Images
Carlos Queiroz er landsliðsþjálfari Íran...
Carlos Queiroz er landsliðsþjálfari Íran...
Mynd: Getty Images
Hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson.
Hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Alireza Jahanbakhsh var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.
Alireza Jahanbakhsh var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.
Mynd: Getty Images
Azmoun hefur raðað inn mörkum fyrir landsliðið.
Azmoun hefur raðað inn mörkum fyrir landsliðið.
Mynd: Getty Images
Íran er að fara inn á sitt fimmta Heimsmeistaramót.
Íran er að fara inn á sitt fimmta Heimsmeistaramót.
Mynd: Getty Images
Íranir fagna hér marki í undankeppninni.
Íranir fagna hér marki í undankeppninni.
Mynd: Getty Images
Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur þangað til flautað verður til leiks á HM í Rússlandi. Mótið hefst 14. júní og lýkur mánuði síðar, 15. júlí.

Spennan er farin að magnast og er spennan hjá landsmönnum miklu meiri en áður þar sem Ísland er nú í fyrsta sinn á meðal þáttökuþjóða.

Fótbolti.net er með spá í riðlakeppnina og heldur hún áfram í dag. Við fengum nokkra góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til að aðstoða okkur við spána.

Smelltu hér til að skoða spánna fyrir A-riðil.

Núna er komið að B-riðlinum og liðinu sem er spáð fjórða og neðsta sæti þar. Spáin fyrir allan B-riðilinn verður uppljóstruð eftir því sem líður á daginn.

Í B-riðli spila nágrannaþjóðirnar Spánn, Portúgal og Marokkó, ásamt Írönum.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir B-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Íran, 13 stig

Staða á heimslista FIFA: 36

Um liðið: Komust léttilega inn á mótið, urðu þriðja liðið til að tryggja sér þáttökurétt inn á HM á eftir Rússlandi og Brasilíu. Nú þegar komið er á mótið verður þrautin þyngri. Þetta er í fimmta sinn sem Íran tekur þátt á HM en aldrei hefur liðið náð að komast upp úr riðlakeppninni. Ólíklegt er að það muni breytast í Rússlandi í sumar.

Þjálfarinn: Carlos Queiroz er enn við stjórnvölinn hjá Íran, hann hefur verið það frá árinu 2011. Queiroz var traustur aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United áður en hann tók skrefið og gerðist aðalþjálfari.

Hann var reyndar aðalþjálfari áður en hann gerðist aðstoðarmaður Sir Alex, en fyrir það er hann þekktastur, að vera aðstoðarmaður Skotans hjá United.

Hann tók við Íran árið 2011 eftir að hafa ekki náð sér á strik sem landsliðsþjálfari Portúgals. Queiroz stýrði Íran á HM 2014 og mun stýra liðinu aftur í Rússlandi í sumar.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í riðlakeppni.

Besti árangur á HM: Hafa aldrei komist upp úr riðlakeppni.

Leikir á HM 2018:
15. júní, Marokkó - Íran (St. Pétursborg)
20. júní, Íran - Spánn (Kazan)
25. júní, Íran - Portúgal (Saransk)

Af hverju Íran gæti unnið leiki: Lið Íran er mjög skipulagt undir stjórn Queiroz og hélt hreinu í 12 leikjum í röð undankeppninni. Það verður hægara sagt en gert að brjóta Íran niður, jafnvel fyrir þjóðir eins og Spán og Portúgal.


Árið 2014 sýndi Íran gott skipulag og var nálægt því að stela stigi af Argentínu þangað til Lionel Messi sýndi það af hverju hann er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Að þessu sinni er Íran með fleiri möguleika í sóknarleiknum og er liðið orðið hættulegra en fyrir fjórum árum. Það eru fleiri leikmenn sem geta skorað mörk. Ef Spánn og Portúgal fara ekki varlega, þá gæti Íran komið mjög á óvart.

Af liðunum frá Asíu sem eru með þáttökurétt á mótinu þá er Íran hæst á heimslista FIFA. Því má segja að Íran sé besta von Asíu á þessu Heimsmeistaramóti.

Af hverju Íran gæti tapað leikjum: Íran mun þurfa að verjast mikið og það tekur á að halda skipulagi lengi vel í leikjum. Þú þarft að hafa alvöru einbeitingu í það.

Varnarmenn Íran munu þurfa að eiga sinn besta dag til að halda Cristiano Ronaldo og stjörnum Spánar niðri.

Íran hefur verið að spila á móti mikið lakari þjóðum í undankeppninni í Asíu. Það verður erfitt að fara úr því að mæta Indlandi, í það að mæta Spáni, Portúgal og Marokkó.

Stjarnan: Alireza Jahanbakhsh er leikmaður sem heillaði nokkra á HM 2014. Hann er orðinn fjórum árum eldri núna, 24 ára gamall, og er að koma úr ótrúlega flottu tímabili í hollensku úrvalsdeildinni með AZ Alkmaar. Hann var markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar með 21 mark. Að auki gaf hann 12 stoðsendingar.

Hann sprakk út með AZ í vetur og það verður spennandi að sjá hvað hann gerir á HM í sumar.

Þess ber að geta að hann er ekki sóknarmaður, heldur kantmaður og hann hefur aðeins skorað fjögur landsliðsmörk í 36 landsleikjum.

Fylgstu með: Sardar Azmoun er gríðarlega spennandi leikmaður. Er aðeins 23 ára gamall og er búinn að vera að raða inn mörkum fyrir landsliðið, er kominn með 23 mörk í 31 landsleik. Hefur verið kallaður „hinn íranski Messi"

Leikur með Rubin Kazan í rússnesku deildinni og hann þekkir það því vel að spila í Rússlandi sem gæti komið að góðum notum á HM í sumar. Hann hefur verið orðaður við stærstu lið Evrópu og svo gæti farið að hann stoppi ekki lengi í Rússlandi eftir HM.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Alireza Beiranvand; Ramin Rezaeian, Jalal Hosseini, Morteza Pouraliganji, Milad Mohammadi; Saeid Ezatolahi, Ehsan Hajsafi; Alireza Jahanbakhsh, Ashkan Dejagah, Saman Ghoddos; Sardar Azmoun.

Jalal Hosseini er ekki í hópnum. Einhver annar leikmaður mun því byrja í vörninni.

Leikmannahópurinn:
Carlos Queiroz hefur tilkynnt 24 manna hóp, sem verður skorinn niður um einn fyrir 4. júní. Athygli vekur að reynslumikli varnarmaðurinn, Jalal Hosseini, sem er líklegu byrjunarliði hér að ofan, er ekki valinn í hópinn sem fer til Rússlands.

Markverðir: Alireza Beiranvand (Persepolis), Rashid Mazaheri (Zob Ahan), Amir Abedzadeh (Maritimo)

Varnarmenn: Ramin Rezaeian (KV Oostende), Mohammad Reza Khanzadeh (Padideh), Morteza Pouraliganji (Al Saad) Pejman Montazeri (Esteghlal), Seyed Majid Hosseini (Esteghlal), Milad Mohammadi (Akhmat Grozny), Roozbeh Cheshmi (Esteghlal)

Miðjumenn: Saeid Ezatolahi (Amkar Perm), Masoud Shojaei (AEK Athens), Mehdi Torabi (Saipa), Ashkan Dejagah (Nottingham Forest), Omid Ebrahimi (Esteghlal), Ehsan Hajsafi (Olympiakos) Vahid Amiri (Persepolis), Ali Gholizadeh (Saipa) Karim Ansarifard (Olympiakos)

Framherjar: Alireza Jahanbakhsh (AZ Alkmaar), Saman Ghoddos (Ostersunds FK), Mahdi Taremi (Al-Gharafa), Sardar Azmoun (Rubin Kazan) Reza Ghoochannejhad (Heerenveen)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner