Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 03. júní 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: D-riðill - 4. sæti
Nígería
Nígería hefur þrisvar farið í 16-liða úrslit. Þeim er ekki spáð upp úr riðlinum að þessu sinni.
Nígería hefur þrisvar farið í 16-liða úrslit. Þeim er ekki spáð upp úr riðlinum að þessu sinni.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr er þjálfari Nígeríu.
Gernot Rohr er þjálfari Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Alex Iwobi í nýju landsliðstreyju Nígeríu sem hefur verið að gera allt vitlaust.
Alex Iwobi í nýju landsliðstreyju Nígeríu sem hefur verið að gera allt vitlaust.
Mynd: Nike
John Obi Mikel er fyrirliði Nígeríu.
John Obi Mikel er fyrirliði Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Ndidi og Iheanacho eru liðsfélagar hjá Leicester hjá Nígeríu.
Ndidi og Iheanacho eru liðsfélagar hjá Leicester hjá Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spá Fótbota.net fyrir HM heldur áfram í dag og núna er komið að riðli Íslands, D-riðlinum. Við byrjum á fjórða sætinu, en það er ekki Ísland sem lendir þar samkvæmt spánni, heldur Nígería.

Í D-riðli leika Argentína, Króatía, Ísland og Nígería.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil

Í spá fyrir riðlakeppnina fékk Fótbolti.net góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til aðstoðar.

Í dag eru 11 dagar þangað til HM í Rússlandi hefst.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir D-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Nígería, 15 stig

Staða á heimslista FIFA: 47.

Um liðið: Nígería hefur aðeins misst af einu Heimsmeistaramóti síðan liðið þreytti frumraun sína árið 1994. Liðið fór auðveldlega í gegnum undankeppnina í Afríku og það eru nokkrir spennandi leikmenn í þessu liði. Nígería hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit, verður breyting á því núna? Ólíklega.

Það sem hefur aðallega vakið athygli í undirbúningi Nígeríu fyrir mótið er landsliðstreyja og klæðnaður liðsins sem hefur rækilega slegið í gegn.

Sjá einnig:
Langar raðir eftir landsliðstreyju Nígeríu

Þjálfarinn: Þjóðverjinn Gernot Rohr stýrir Nígeríu og hefur gert það frá því í ágúst 2016. Rohr er 64 ára en sem leikmaður spilaði hann í stöðu varnarmanns. Hann lék nokkra leiki með Bayern München, en lengst af var hann hjá Bordeux í Frakklandi. Hann þjálfaði Bordeux um árabil eftir að hann hætti sem leikmaður og hefur einnig starfað hjá Nice, Young Boys og Ajaccio.

Árið 2008 fór hann til Túnis og tók við Étoile du Sahel, en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að landsliðum í Afríku. Hann stýrði Níger, Gabon og Búrkína-Fasó áður en hann tók svo við Nígeríu.

Sjá einnig:
Þjálfari Nígeríu: Ísland með mjög gott lið og bestu stuðningsmenn Evrópu

Árangur á síðasta HM: Féllu út 16-liða úrslitum gegn Frakklandi.

Besti árangur á HM: Komust í 16-liða úrslit 1994, 1998 og síðast 2014.

Leikir á HM 2018:
16. júní, Króatía - Nígería (Kalíníngrad)
22. júní, Nígería - Ísland (Volgograd)
26. júní, Nígería - Argentína (St. Pétursborg)

Af hverju Nígería gæti unnið leiki: Það er hraði í liðinu og það er hættulegt í skyndisóknum. Með Moses, Iwobi og Iheanacho eða Ighalo sem fremstu menn þá er ljóst að þetta lið getur skorað mörk. Miðjan er líka mjög sterk með Obi Mikel í leiðtogahlutverki.

Hjá Nígeríu er mikil trú á liðinu og ef hópurinn stendur saman og ef góður mórall er í kringum liðið, þá eru þeir grænklæddu til alls líklegir þegar komið er til Rússlands.

Af hverju Nígería gæti tapað leikjum: Markvarðarstaðan er vandamál fyrir Nígeríu. Vincent Enyeama er hættur með landsliðinu og Carl Ikeme er að glíma við veikindi. Hinn 19 ára gamli Francis Uzoho, markvörður Deportivo La Coruna á Spáni, gæti byrjað í rammanum í Rússlandi.

Sóknin er sterk og miðjan er vel mönnuð en það er ekki hægt að segja alveg það sama um vörnina sem þarf að takast á við Lionel Messi og Alfreð Finnbogason.

Wilfred Ndidi, miðjumaður Leicester, er einn af lykilmönnum Nígeríu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og áhyggjur eru með stöðuna á honum. Það yrði sárt fyrir Nígeríu að vera án hans.

Stjarnan: John Obi Mikel er leiðtogi þessa liðs. Það eru ungir kálfar að koma upp og hann á að leiða þá áfram. Obi Mikel er fyrrum leikmaður Chelsea en leikur í dag með Tianjin TEDA í Kína. Hann kemur með reynslu og ró inn á miðjuna.

Fylgstu með: Kelechi Iheanacho, Wilfred Ndidi og Alex Iwobi. Allt leikmenn sem eru að spila í ensku úrvalsdeildinni, en þeir eru allir rétt skriðnir yfir tvítugt. Þeir eru framtíð nígeríska landsliðsins og fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í sumar.

Markvörðurinn Francis Uzoho er líka bara 19 ára gamall og gæti endað í byrjunarliðinu í Rússlandi.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-3-3): Ikechukwu Ezenwa; Shehu Abdullahi, William Troost-Ekong, Leon Balogun, Elderson Echiejile; Wilfred Ndidi, Ogenyi Onazi, John Obi Mikel; Victor Moses, Odion Ighalo, Alex Iwobi.

Leikmannahópurinn:
Gernot Rohr er búinn að tilkynna sinn 23 manna hóp.

Markverðir: Ikechukwu Ezenwa (Enyimba FC), Francis Uzoho (Deportivo La Coruna), Daniel Akpeyi (Chippa United)

Varnarmenn: Abdullahi Shehu (Bursaspor), Tyronne Ebuehi (Ado Den Haag), Elderson Echiejile (Cercle Brugge), Brian Idowu (Amkar Perm), Chidozie Awaziem (Nantes), William Ekong (Bursaspor), Leon Balogun (Mainz), Kenneth Omeruo (Kasimpasa)

Miðjumenn: John Obi Mikel (Tianjin Teda), Ogenyi Onazi (Trabzonspor), Wilfred Ndidi (Leicester), Oghenekaro Etebo (Las Palmas), John Ogu (Hapoel Be'er Sheva), Joel Obi (Torino)

Sóknarmenn: Ahmed Musa (CSKA Moscow), Kelechi Iheanacho (Leicester), Victor Moses (Chelsea), Odion Ighalo (Changchun Yatai), Alex Iwobi (Arsenal), Nwankwo Simeon (Crotone)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner