Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 08. febrúar 2015 17:30
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Magnað viðtal í aðdraganda Merseyside-slagsins
Tommy Lawrence í leik með Liverpool.
Tommy Lawrence í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar fréttamaður frá BBC tók almenning í Liverpool í götuspjall í aðdraganda grannaslagsins á milli Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fréttamaðurinn hitti á förnum vegi eldri mann og spurði hann hvort hann myndi eftir hinum magnaða bikarleik á milli liðanna í fimmtu umferð enska bikarsins árið 1967, sem fram fór á Goodison Park.

Ekki nóg með að maðurinn myndi eftir leiknum, hann spilaði í honum! Fréttamaðurinn hitti nefnilega þarna á Tommy Lawrence, fyrrum markvörð Liverpool sem stóð á milli stanganna í þessum umrædda leik.

Myndband af þessum skemmtilega hittingi má sjá hér að neðan, en Lawrence var markvörður Liverpool frá 1957 til 1971.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner