Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 05. október 2015 11:27
Magnús Már Einarsson
Guðjón Pétur líklega ekki áfram hjá Breiðabliki
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson verður líklega ekki áfram hjá Breiðabliki á næsta tímabili en þetta kemur fram á Vísi.is í dag.

„Það er erfitt að segja hvað gerist en líklega verð ég ekki áfram hjá Breiðabliki. Ég hafnaði því fyrr í sumar en þá slitnaði upp úr samningaviðræðum okkar á milli,“ segir Guðjón Pétur í samtali við Vísi.

„Ég er þó að skoða mín mál og getur vel verið að ég verði áfram. Ég útiloka ekki neitt.“

„Ég átti frábært tímabil, þrátt fyrir að spila ekki mína stöðu og fá ekki fullt traust hjá þjálfaranum.“

Félög erlendis hafa sýnt Guðjóni Pétri áhuga og toppliðin á Íslandi vilja einnig fá hann í sínar raðir eins og kom fram í Slúðurpakkanum á Fótbolta.net í dag.

Guðjón Pétur skoraði fjögur mörk í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og lagði upp mörg til viðbótar.

Hinn 27 ára gamli Guðjón kom til Blika fyrir sumarið 2013 en hann lék áður með Val, Haukum, Stjörnunni og Álftanes.
Athugasemdir
banner
banner
banner