Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 13. apríl 2017 19:50
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Slagsmál áhorfenda seinkaði leik Lyon og Besiktas
Áhorfendur þurfti að flýja inn á völlinn
Áhorfendur þurfti að flýja inn á völlinn
Mynd: Getty Images
Seinka þurfti leik Lyon og Besiktas í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vegna slagsmála áhorfenda.

Lögreglan í Frakklandi þurfti að grípa inn í slagsmál fyrir utan Parc Olympique Lyonnais, heimavöll Lyon.

Einnig voru slagsmál fyrir aftan annað mark vallarins hjá stuðningsmönnum Besiktas þar sem leikmennirnir voru að hita upp sem varð til þess að áhorfendur hlupu inn á völlinn.

„Skothljóð heyrðust og flugeldum var skotið og þurftu áhorfendur að fara inn á völlinn, segir í tísti frá Lyon

Staðfest hefur verið að leikurinn hefur verið seinkað og er áætlað að hann muni hefjast innan nokkurra mínútna.
Athugasemdir
banner
banner