Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 31. júlí 2017 16:20
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Langar að hjálpa liðinu aftur í deild þeirra bestu
Leikmaður 14. umferðar - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi er kominn aftur í appelsínugult.
Ragnar Bragi er kominn aftur í appelsínugult.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það var mjög góð tilfinning að klæðast treyjunni aftur það verður að viðurkennast. Var mikil spenna og eftirvænting hjá mér sjálfum að klæðast henni," segir Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis.

Ragnar Bragi yfirgaf Fylki eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni í fyrra og fór í Víking Reykjavík. Það kom mörgum á óvart þegar hann hélt aftur í Fylki á dögunum.

„Aðdragandinn var mjög stuttur, gerðist allt mjög hratt. Ástæðan var sú að mig langaði til að hjálpa liðinu að komast aftur í deild þeirra bestu. Staðan mín hafði aðeins breyst niðri í vík og þegar Fylkir kom upp þá ákvað ég að stökkva á það."

„Ég tel mig hafa bætt mig sem leikmenn undir þeim þjálfurum sem ég var hjá í Víking en það var erfitt að fara frá Fylki síðasta haust það er alveg rétt. Hinsvegar taldi ég þetta á þeim tíma rétta ákvörðun. Því er ánægjulegt að vera kominn til baka og ná að stimpla sig fljótt inn. Þýðir ekkert að vera líta til baka."

Fylkismenn tróna á toppi Inkasso-deildarinnar. Ragnar Bragi mætti aftur í appelsínugult með stæl og er leikmaður umferðarinnar eftir 3-3 jafntefli í toppslag gegn Keflavík. Hann lagði upp eitt mark og skoraði hin tvö, þar á meðal jöfnunarmarkið í lokin.

Sjá einnig:
Lið 14. umferðar í Inkasso

„Við lendum náttúrulega þrisvar undir og náum alltaf að jafna þannig ef maður horfir á það þannig þá er maður sáttur. Hins vegar vorum við með yfirhöndina í þessum leik að mér fannst og þá sérstaklega í síðari halfleik þannig við erum aðeins svekktir að hafa ekki geta nýtt það til að vinna leikinn," segir Ragnar Bragi.

Næsti leikur Fylkis er gegn HK á miðvikudaginn.

„Það er spennandi leikur, HK er lið sem hefur verið á flottu skriði og geta verið hættulegir. Við erum meðvitaðir um það og stefnan er bara þrjú stig."

Sjá einnig:
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner