Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 29. maí 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 6. umferðar - Almarr og Gísli valdir í þriðja sinn
Sindri Snær skoraði tvö í mikilvægum sigri ÍBV gegn Keflavík.
Sindri Snær skoraði tvö í mikilvægum sigri ÍBV gegn Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brandur Olsen, leikmaður FH.
Brandur Olsen, leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það stefnir í hrikalega spennandi Pepsi-deild en eftir 6. umferðinar eru öll liðin í einum hnapp, nema kannski Keflavík sem er að dragast aðeins eftir.

Keflavík tapaði 1-3 heima fyrir ÍBV í svakalega mikilvægum botnbaráttuslag. Sindri Snær Magnússon var maður leiksins og er í úrvalsliðinu. Þá er þjálfari Eyjamanna, Kristján Guðmundsson, þjálfari umferðarinnar.



Valur vann Breiðablik í stórleik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Sigurður Egill Lárusson eru í úrvalsliðinu. Gísli Eyjólfsson var besti maður Blika í skemmtilegum og góðum fótboltaleik.

Pólverjinn Maciej Majewski fór í mark Grindavíkur í fjarveru Jajalo og átti magnaðan leik í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Hann varði hvað eftir annað.

Aron Bjarki Jósepsson og Kristinn Jónsson eru fulltrúar KR eftir 2-0 sigur gegn KA.

Almarr Ormarsson hefur komið hrikalega öflugur inn í lið Fjölnis og átti mjög góðan leik í 2-1 útisigri gegn Víkingi Reykjavík. Birnir Snær Ingason er einnig í úrvalsliðinu.

Umferðinni lauk svo í gærkvöldi með 1-1 jafntefli FH og Fylkis. Orri Sveinn Stefánsson leikmaður Fylkis og Brandur Olsen í FH skoruðu mörk leiksins og eru í úrvalsliðinu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner