Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   sun 02. september 2018 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Souness: Engin önnur ástæða fyrir því að Pogba sé í liðinu
Graeme Souness kann ekki vel við Paul Pogba.
Graeme Souness kann ekki vel við Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ef það er eitthvað sem er öruggt í þessum heimi þá er það að Graeme Souness kann ekkert sérstaklega vel við Paul Pogba, miðjumann Manchester United.

Souness, sem er bæði fyrrum leikmaður og stjóri Liverpool, skrifar oft um Pogba og þegar hann kemst í sjónvarp sem sérfræðingur þá fær Pogba yfirleitt að heyra það.

Pogba, sem hefur verið afar slakur í síðustu tveimur deildarleikjum United, fær að heyra það frá Souness í dag.

„Pogba spilar fyrir sjálfan sig, það snýst allt um það hversu svalur hann er, hann vill sýna það hversu sniðugur hann getur verið. Ég held að Pogba sé bara í liðinu til að halda verðmæti sínu uppi þangað til United ákveður að selja hann. Það er engin önnur ástæða fyrir því að hann sé í liðinu," segir Souness við Sunday Times.

„Kannski erum við núna að sjá sjálfselska leikmanninn sem Ferguson vildi ekki sjá þegar hann var fyrst hjá félaginu?"

Pogba er í byrjunarliði Man Utd sem mætir Burnley klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner