Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 26. október 2018 10:44
Elvar Geir Magnússon
Nýr forseti Inter er 26 ára
Steven Zhang, forseti Inter, ásamt Javier Zanetti varaforseta.
Steven Zhang, forseti Inter, ásamt Javier Zanetti varaforseta.
Mynd: Dalvík/Reynir
Nýr forseti ítalska félagsins Inter var kynntur með myndbandi á samfélagsmiðlum í morgun.

Hann heitir Steven Zhang og er 26 ára gamall Kínverji sem hefur setið í stjórn félagsins.

Hann er sonur Zhang Jindong sem á meirihluta í Inter gegnum kínversku samsteypuna Suning.

Zhang er yngsti forseti í sögu Inter en Indónesinn Erick Thohir hefur verið forseti félagsins síðustu fimm ár.

Inter endaði í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar í fyrra og er því í Meistaradeildinni. Félagið hefur átján sinnum orðið Ítalíumeistari, síðast 2010.


Athugasemdir
banner
banner
banner