Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 30. júní 2019 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríska treyjan sú mest selda í sögu Nike.com
Mynd: Getty Images
Nike er búið að staðfesta sölumet á vefsíðu sinni Nike.com. Treyja bandaríska kvennalandsliðsins er sú mest selda, á einu tímabili, í sögu vefsíðunnar.

Treyjan tók þannig framúr landsliðstreyju karlaliðs Brasilíu og Barcelona sem voru áður mest seldu treyjurnar yfir eitt tímabil.

„Treyja kvennaliðs Bandaríkjanna er sú mest selda, í karla- eða kvennaflokki, í sögu Nike.com á einu tímabili," sagði Mark Parker, framkvæmdastjóri Nike.

Nike er í miklu aðalhlutverki á HM kvenna þar sem rúmlega helmingur liða klæðist treyjum frá þeim. Helmingur leikmanna er svo í Nike takkaskóm.

Ljóst er að kvennaknattspyrna er í gríðarlegri sókn um þessar mundir og hefur verið mikil sprenging á áhorfendatölum heimsmeistaramótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner