Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 02. september 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnir fær Dana sem á unglingalandsleiki (Staðfest)
Nicklas Halse.
Nicklas Halse.
Mynd: Getty Images
Fjölnir hefur samið við danska miðjumanninn Nicklas Halse, en hann lék síðast með Roskilde.

Halse er 23 ára gamall og er uppalinn hjá Hvidovre. Hann byrjaði ungur að spila með aðalliðinu þar og var í kjölfarið fenginn til Bröndby þar sem hann spilaði einn leik í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann hefur spilað með Roskilde frá 2016 en er núna mættur í Grafarvoginn.

Fjölnir þarf klárlega á styrkingu að halda en liðið er á botni Pepsi Max-deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 12 leiki. Liðið er eins og er sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner