Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 04. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér finnst Henderson vera sjálfselskur"
Mynd: Getty Images
Gabriel Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, fór mikinn á Talksport þegar hann talaði um Jordan Henderson, miðjumann enska landsliðsins og fyrirliða Liverpool.

Henderson verður að öllum líkindum ekki með Englandi í fyrsta leik liðsins á EM í sumar. Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, orðaði það þannig að það yrði alvöru bónus ef Henderson gæti verið með í fyrsta leik.

Henderson hefur verið meiddur frá því í febrúar og Agbonlahor er ekki sáttur með að Henderson sé í hópnum.

„Þetta Henderson mál er að pirra mig. Hann á bara að vera heiðarlegur við þjálfarann og segja: 'Ég er í vandræðum, ég er leiðtogi og ég skal gera það rétta fyrir hópinn. Náðu í Ben White, Eric Dier eða einhvern annan sem getur leyst mig af hólmi vegna þess að ég er ekki heill heilsu'."

„Mér finnst hann vera sjálfselskur," sagði Agbonlahor um Henderson. „Það er búið að tilkynna hópinn og hann er núna að segja Southgate að hann sé ekki klár."

„Við erum að fara að spila við Króatíu og menn þurfa að vera klárir þar. Þú þarft að ná að spila leiki fyrir þann leik."

Miðvörðurinn Harry Maguire hefur einnig verið að glíma við meiðsli en hann er byrjaður að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner