Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 10. maí 2024 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Oliver með þrennu gegn gömlu félögunum - Annar sigur Fjölnis
Lengjudeildin
Oliver Heiðarsson skoraði þrennu fyrir Eyjamenn
Oliver Heiðarsson skoraði þrennu fyrir Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net
Sverrir Páll gerði fyrsta mark ÍBV
Sverrir Páll gerði fyrsta mark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér fagna Fjölnismenn sigurmarkinu gegn Leikni
Hér fagna Fjölnismenn sigurmarkinu gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir vann annan leik sinn í Lengjudeild karla þetta tímabilið er liðið lagði Leikni að velli, 1-0, í Egilshöllinni í kvöld. ÍBV náði í sinn fyrsta sigur er það skellti Þrótti, 4-2, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Fjölnismenn byrjuðu tímabilið vel með naumum sigri á Grindavík í fyrstu umferðinni og fylgdu því á eftir.

Dagur Ingi Axelsson skoraði eina mark leiksins í kvöld. Axel Freyr Harðarson átti skot sem Viktor Freyr Sigurðsson varði út í teiginn og á Dag sem skoraði. Annars var fyrri hálfleikurinn fremur tilþrifalítill.

Það voru fá dauðafærin í seinni hálfleik. Omar Sowe átti bestu tilraun Leiknis er hann stangaði boltann í slá og yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.

Sex mínútum fyrir leikslok komst varamaðurinn Shkelzen Veseli sér í gott færi en Fjölnismenn björguðu í horn. Leiknismenn héldu áfram að pressa og fékk Róbert Hauksson úrvalsfæri til að jafna en setti boltann fram hjá.

Leiknismenn fengu fimm mínútur í uppbótartíma til að jafna leikinn, en það tókst ekki og lokatölur því 1-0 fyrir Fjölni sem er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Leiknir er áfram án stiga.

Fyrsti sigur Eyjamanna

ÍBV náði í fyrsta sigur sinn í Lengjudeildinni með því að vinna góðan 4-2 sigur á Þrótti á Hásteinsvelli.

Eyjamenn töpuðu óvænt fyrir nýliðum Dalvíkur/Reynis í fyrstu umferðinni og voru staðráðnir í að bæta upp fyrir það.

Sverrir skoraði fyrsta markið á 2. mínútu með skalla áður en Oliver tvöfaldaði forystuna á 28. mínútu er hann hirti boltann af varnarmanni Þróttara, brunaði upp völlinn og skoraði.

Tíu mínútum síðar kom annað mark hans. Felix Örn Friðriksson átti innkast og aftur hljóp Oliver upp völlinn áður en hann kláraði færið.

Þróttarar náðu í mikilvægt mark undir lok hálfleiksins er Emil Skúli Einarsson fann Kristófer Kristjánsson. Hann smellti síðan boltanum í vinkilinn.

Snemma í þeim síðari fullkomnaði Oliver þrennuna. Eyjamenn unnu boltann á miðjunni og var það Vicente Valor sem keyrði upp vinstri vænginn. Hann kom með sendingu á Sverri, sem teygði sig í boltann, sem fór síðan á Oliver og þaðan í netið.

Þrenna gegn uppeldisfélaginu og nú kominn með fjögur mörk í þremur leikjum í deild- og bikar á tímabilinu.

Þrettán mínútum fyrir leikslok átti Sverrir Páll skot í stöng. Á síðustu mínútum leiksins fengu Þróttarar eitt sárabótarmark til viðbótar er Jörgen Pettersen kom boltanum í netið.

Kostiantyn Iaroshenko átti skalla sem Hjörvar Daði Arnarsson varði út í teig, en því miður fyrir hann var Jörgen mættur á fleygiferð, klár í að tækla boltann inn fyrir línuna.

Eyjamenn sigldu þessum fyrsta sigri tímabilsins heim en Þróttur er enn í leit að sínum fyrsta sigri. ÍBV er með þrjú stig en Þróttur aðeins eitt stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fjölnir 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Dagur Ingi Axelsson ('28 )
Lestu um leikinn

ÍBV 4 - 2 Þróttur R.
1-0 Sverrir Páll Hjaltested ('2 )
2-0 Oliver Heiðarsson ('28 )
3-0 Oliver Heiðarsson ('38 )
3-1 Kári Kristjánsson ('45 )
4-1 Oliver Heiðarsson ('48 )
4-2 Jorgen Pettersen ('88 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner