Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex ósammála ákvörðun Solskjær
Sir Alex Ferguson spjallar við Khabib Nurmagomedov.
Sir Alex Ferguson spjallar við Khabib Nurmagomedov.
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart að Ole Gunnar Solskjær lét Cristiano Ronaldo byrja á bekknum í leiknum gegn Everton um helgina. Sir Alex Ferguson virðist vera einn af þeim sem skildi ekki ákvörðun Norðmannsins.

Það var tekið upp á myndband þegar Sir Alex sagði, í samtali við Khabib Nurmagomedov fyrrum baradagakappa: „Þú átt alltaf að tefla fram þínu sterkasta liði."

Sir Alex telur að það hafi virkað sem vítamínsprauta fyrir Everton að sjá að Ronaldo var á bekknum.

Khabib bendir þá á að Ronaldo hafi komið inn af bekknum en Sir Alex svarar þá með því að leikmaður í þessum gæðaflokki eigi alltaf að vera í byrjunarliðinu.

Solskjær varði ákvörðun sína að hafa Ronaldo á bekknum í samtali við fjölmiðla eftir leik.

Ronaldo var verulega pirraður eftir lokaflautið og Gary Neville segir að hegðun hans eftir leikinn auki bara enn frekar pressuna á Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner