Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Neville: Hegðun Ronaldo eykur bara pressuna á Solskjær
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo strunsaði beint inn í klefa eftir jafntefli Manchester United gegn Everton um helgina. Hann þakkaði ekki andstæðingum né stuðningsmönnum United fyrir leikinn.

Gary Neville segir að þessi hegðun geri ekki annað en að auka pressuna á Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.

Ronaldo rauk beint inn í klefa eftir lokaflautið og sást muldra eitthvað á portúgölsku.

„Er Cristiano pirraður þegar hann spilar ekki? Já. Er Cristiano pirraður þegar hann skorar ekki? Já. Er Cristiano pirraður þegar liðið hans vinnur ekki? Auðvitað. Þetta vitum við og hann þarf ekki að sýna okkur það," segir Neville.

„Hann strunsar af velli, muldrar eitthvað við sjálfan sig og býr til spurningar. Hvað er hann að segja? Út í hvern er hann pirraður? Þetta bitnar á endanum bara á stjóranum."

„Cristiano er nægilega klár til að vita að svona hegðun eykur pressuna á stjórann sem þegar er undir pressu. Þetta er eitthvað sem þarf að höndla á næstu mánuðum. Cristiano mun ekki alltaf skora og kannski getur hann ekki spilað alla leiki. En þegar hann gengur svona af velli setur það pressu á Ole Gunnar Solskjær."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner