Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   lau 06. apríl 2024 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Alfons tekinn af velli í hálfleik í sigri Twente
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted spilaði aðeins hálfleik í 2-0 sigri Twente á Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld

Alfons hefur verið að fá tækifærið í byrjunarliði Twente síðustu vikur en þjálfarinn ákvað að taka hann af velli í hálfleik.

Sittard mætti á heimavöll Twente til að leggja rútunni og ákvað þjálfarinn því að gera breytingar til að ná að opna svæðin betur, en hann gerði alls tvær skiptingar í hálfleiknum.

Í þeim síðari skoraði Twente tvö mörk og gekk þetta því ágætlega upp hjá þjálfaranum.

Þessi sigur Twente kemur liðinu í 60 stig en það er í 3. sæti aðeins sex stigum frá Feyenoord sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner