Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 06. ágúst 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Barca að bjóða 45 milljónir og tvo leikmenn fyrir Pogba
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Barcelona sé búið að bjóða 45 milljónir punda í Paul Pogba, miðjumann Manchester United.

Til að krydda upp á tilboðið ákváðu Börsungar að bjóða tvo leikmenn með í skiptum, kólumbíska varnarmanninn Yerry Mina og portúgalska miðjumanninn Andre Gomes.

Litlar líkur eru á því að Man Utd samþykki tilboðið en Pogba var í lykilhlutverki er Frakkland tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 20 ár í Rússlandi í sumar.

Pogba var dýrasti leikmaður heims á sínum tíma, þegar Man Utd keypti hann til baka frá Juventus fyrir rétt tæpar 90 milljónir punda.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, segist vilja losa leikmanninn frá Man Utd vegna þess að leikstíll Jose Mourinho hentar honum ekki.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudaginn en hann verður áfram opinn til 31. ágúst á Spáni. Pogba gæti því yfirgefið félagið eftir að tímabilið byrjar.
Athugasemdir
banner
banner