Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 06. ágúst 2018 17:04
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois hættur að mæta á æfingar
Mynd: Getty Images
Matt Law, fréttamaður Telegraph, segir Thibaut Courtois vera í uppreisn hjá Chelsea. Hann er hættur að mæta á æfingar í tilraun til að vera seldur frá félaginu.

Belgíski markvörðurinn mætti ekki á úrslitaleik Samfélagsskjaldarins þar sem Manchester City lagði Chelsea að velli í gær.

Hann mætti ekki heldur á æfingu liðsins í dag en Maurizio Sarri vildi fá hann þangað til að eiga spjall.

Real Madrid bauð 35 milljónir punda í Courtois á dögunum og hefur umboðsmaður hans biðlað opinberlega til félagsins að leyfa honum að fara.

Þetta minnir óneitanlega mikið á brottför Diego Costa í fyrra þegar hann hætti að mæta á æfingar til að komast til Atletico Madrid.

Talað var um að Courtois yrði pakkadíll með Eden Hazard, en sá síðarnefndi er ekki hættur að mæta á æfingar og segist vilja vinna fleiri titla með félaginu.

Courtois er 26 ára og hefur spilað 154 leiki á fjórum árum hjá Chelsea. Hann á 65 landsleiki að baki fyrir Belgíu og er talinn til bestu markvarða í heimi.

Chelsea er að skoða Jack Butland, markvörð Stoke, og Sergio Rico hjá Sevilla sem mögulega arftaka Courtois.
Athugasemdir
banner
banner