Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 06. ágúst 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery að glíma við sama vandamál og Klopp
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, býst við að selja leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.

Arsenal lauk undirbúningstímabili sínu með 2-0 sigri gegn Lazio á laugardagskvöldi.

Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger eftir síðasta tímabil og hefur keypt nokkra leikmenn til félagsins. Lucas Torreira, Sokratis Papastathopoulos, Stephan Lichtsteiner, Bernd Leno og Matteo Guendouzi hafa komið til félagsins.

Ekki er búist við því að Arsenal kaupi fleiri leikmenn en leikmenn gætu verið á förum.

„Kannski þurfa leikmenn að fara, hópurinn okkar er of stór," sagði Emery.

Emery virðist vera að glíma við sama vandamál og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. Klopp segir að sinn hópur sé of stór og leikmenn gætu farið áður en glugginn lokar á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner