Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 06. ágúst 2018 09:08
Brynjar Ingi Erluson
Verður Maguire dýrasti varnarmaður heims? - Mina á leið til Everton
Powerade
Harry Maguire til Manchester United?
Harry Maguire til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Fer Jerome Boateng einnig til Manchester United?
Fer Jerome Boateng einnig til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Það er búist við fjöri á leikmannamarkaðnum á síðustu dögum gluggans en það eiga eflaust áhugaverðir hlutir eftir að gerast þar.

Everton er búið að ná samkomulagi við Barcelona um kaup á kólumbíska varnarmanninum Yerry Mina. Everton greiðir 28,5 milljónir punda fyrir leikmanninn og gerir hann fimm ára samning (Sport)

Þá ætlar Everton að reyna að fá annað hvort Chris Smalling eða Victor Lindelöf ef félagið nær ekki að ganga frá samningum við Marco Rojo, leikmann United. (Teamtalk)

Manchester United er þá að undirbúa risatilboð í enska varnarmanninn Harry Maguire sem leikur með Leicester. Hann yrði dýrasti varnarmaður heims en skiptin ganga í gegn. (Sky Sports)

United hefur þá haft samband við þýska stórliðið Bayern München vegna Jerome Boateng. Hann er metinn á 44,5 milljónir punda. (Bild)

Chelsea er nú líklegasta félagið til þess að hreppa Wilfried Zaha frá Crystal Palace en Tottenham hefur dregið sig úr kapphlaupinu. (Mirror)

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ýjað að því að ef Thibaut Courtois, markvörður félagsins, vilji fara frá félaginu þá á hann kost á því að fara. (Times)

Velski landsliðsmaðurinn Aaron Ramsey á aðeins eitt ár eftir af samning sínum við Arsenal en talið er að hann vilji fá 300 þúsund pund eða meira ef hann á að framlengja samning sinn. (Express)

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur áhuga á Stanislav Lobotka, leikmanni Celta Vigo á Spáni, en klásúla í samning hans leyfir honum að fara ef lagt er fram tilboð upp á 31 milljón evra. (Mirror)

Brentford hafnaði 10 milljón punda tilboði Leicester City í Chris Mepham en Bournemouth hefur einnig áhuga. (Daily Mail)

Wolves er tilbúið að greiða 22 milljónir punda í raðgreiðslum fyrir Adama Traore leikmann Middlesbrough. Boro vildi fá 18 milljónir punda í einni færslu en er að komast að samkomulagi Wolves um raðgreiðslur. (Independent)

Crystal Palace ætlar þá að kaupa ísraelska framherjann Munas Dabbur frá Red Bull Salzburg. (Daily Mail)

Spænski framherjinn Lucas Perez vill berjast fyrir sæti sínu hjá Arsenal þrátt fyrir áhuga hjá portúgalska félaginu Sporting. (Independent)

West Ham er þá hætt í viðræðum við Porto um kaup á Yacine Brahimi en félagið komst ekki að samkomulagi við leikmanninn um kjör. (Sky Sports)

West Ham er búið að bjóða í Harold Moukoudi, 20 ára varnarmann Le Havre í Frakklandi. Tilboðið hljómar upp á 10 milljónir punda. (Daily Mail)

Ítalska félagið Juventus vill fá 18 milljónir punda fyrir ítalska miðjumanninn Stefano Sturaro en Newcastle, Leicester og West Ham hafa áhuga. (Calciomercato)

Valencia hefur þá sagt Real Madrid að borga 107 milljón punda klásúlu Rodrigo ef félagið vill fá hann. (Marca)

Aston Villa í B-deildinni á England er nálægt þvi að fá Axel Tuanzebe á láni frá Manchester United. (Sun)

Keith Hackett, fyrrum yfirmaður dómaramála á Englandi, segir það vera stór mistök að VAR verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner